Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 49
Lvður Jónsson skipaður yfirfiskimatsmaður á Suð-
vesturlandi. 9. des. voru kjörnir í Menntamálaráð:
Valtýr Stefánsson ritstj., Vilhjálmur Þ. Gíslason út-
varpsstj., Pálmi Hannesson rektor, Haukur Snorrason
ritstjóri og Einar Laxness stud. mag. 9. des. voru
kjörnir í Útvarpsráð: Magnús Jónsson dr. theol.
(skipaður formaður ráðsins 19. des.), Sigurður
Bjarnason alþm., Þórarinn Þórarinsson ritstj., Rann-
veig Þorsteinsdóttir lögfræðingur og Björn Th.
Björnsson listfræðingur. 9. des. voru kjörnir i yfir-
skoðunarnefnd ríkisreikninga: Jón Pálmason alþm.,
Jörundur Brynjólfsson alþm. og Sigurjón Á. Ólafs-
son fyrrv. alþm. 9. des. voru kjörnir i Þingvallanefnd
alþingismennirnir Gisli Jónsson, Hermann Jónasson
og Haraldur Guðmundsson. 9. des. voru kjörnir í
landskjörstjórn: Jón Ásbjörnsson hæstaréttardómari,
Einar B. Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, Sig-
tryggur Klemenzson skrifstofustjóri, Vilhjálmur
Jónsson lögfr. og Vilmundur Jónsson landlæknir.
9. des. voru kjörnir í Landsbankanefnd: Sigurður
Kristjánsson fyrrv. alþingismaður, Hallgrimur Bene-
diktsson fyrrv. alþingismaður, Skúli Guðmundsson
alþingismaður, Þórður Björnsson lögfr. og Eggert
G. Þorsteinsson alþingismaður.
Ýmsir íslendingar voru ráðnir til starfa erlendis,
einkum á vegum Sameinuðu þjóðanna til leiðbein-
ingar á ýmsum sviðum atvinnumála. Einar R.
Kvaran vcrkfr. leiðbeindi um fiskveiðar á Ceylon,
Helgi Bergs verkfr. um fiskiðnað í Tyrklandi og
Hilmar Kristjónsson um fiskiðnað í ýmsum Vestur-
Asíulöndum. Árið áður hafði Árni Friðriksson fiski-
fræðingur dvalizt um skeið i Brasilíu til leiðbein-
inga um fiskveiðar. Ingvar Emilsson haffræðingur
var ráðinn til háskólans í Sao Paulo i Brasiliu til
að koma þar á fót hafrannsóknastofnun. Árni Frið-
rikssson var ráðinn aðalritari Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins, og tók hann við þvi starfi 1. janúar 1954.
(47)