Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 93
Mikilvægustu innflutningsvörur voru vélar, oliu-
vörur, álnavara og fatnaður, flutningatæki, málmar,
trjávörur, kornvörur, kol, sement, skófatnaður,
ávextir, pappírsvörur, kaffi, áburðarefni, sykur-
vörur, gúmmívörur og tóbaksvörur. Mikilvægustu
útflutningsvörur voru freðfiskur og saltfiskur. Freð-
fiskurinn var seldur mest til Bandaríkjanna og Sovét-
sambandsins, en aulc þess til Austur-Þýzkalands,
ísraels, Frakklands, Tékkóslóvakiu o. fl. landa.
Óverkaður saltfiskur var seldur til Portúgals, Ítalíu,
Grikklands og ýmissa fleiri landa. Þurrkaður salt-
fiskur var aðallega seldur til Spánar, Brasilíu og
Kúbu. Aðrar mikilvægar útflutningsvörur voru salt-
síld (aðall. til Finntands, Sovétsambandsins og Sví-
þjóðar), harðfiskur (til Nigeriu, Bretlands, Noregs,
Vestur-Þýzkalands o. fl. landa), þorskalýsi (mest
til Bretlands og Bandarikjanna), fiskmjöl (til Vestur-
Þýzkalands, írlands, Sviþjóðar, Póllands o. fl. landa),
gærur (mest til Finnlands og Vestur-Þýzkalands),
síldarlýsi (til Vcstur-Þýzkalands og Noregs), freð-
sild (til Tékkóslóvakíu, Sovétsambandsins, Póllands,
Noregs o. fl. landa), ísfiskur (til Vestur-Þýzkalands
og Bretlands), síldarmjöl (til Hollands o. fl. landa),
ull (aðallega til Bandarikjanna og Danmerkur),
söltuð matarhrogn (aðall. til Svíþjóðar), hvallýsi
(aðall. til Vestur-Þýzkalands og Bretlands), karfa-
mjöl (einkum til Vestur-Þýzkalands og Hollands),
karfalýsi (aðall. til Noregs og Bretlands), hvalkjöt
(til Bretlands), söltuð þunnildi (til Ítalíu), hraðfryst
hrogn (aðall. til Bretlands), gamlir málmar (til Bret-
lands), skinn og húðir (mest til Vestur-Þýzkalands),
garnir (mest til Finnlands), söltuð beituhrogn (til
Frakklands) og hvalmjöl (til írlands og Bretlands).
Gengi íslenzkrar krónu hélzt óbreytt gagnvart
Bandarikjadollar og sterlingspundi. Efnahagsaðstoð-
inni frá Bandaríkjunum samkvæmt áætlun Mar-
shalls lauk á árinu. Hafði aðstoðin til íslands alls
(91)