Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 113
íslandi ekki við á neinn hátt og um 250 sem komin
eru i safnið eftir lát Árna. Um hin handritin má
fyrst geta þess að vitað er að 807 númer hefur Árni
fengið á íslandi, og um 561 er þess hvergi getið,
hvaðan hann hefur fengið þau, en telja má vist að
langflest þeirra séu frá íslandi komin. Hin hand-
ritin eru sumpart fengin frá dönskum eða norskum
mönnum, sumpart uppskriftir gerðar fyrir Árna eða
af honum sjálfum, svo og fyrir Þormóð Torfason.
Skinnhandritin eru um 400 númer í handrita-
skránni, en þess verður að geta að í sumum númer-
unum eru söfn af slitrum úr mörgum handritum,
svo að þarna er um að ræða leifar miklu fleiri skinn-
bóka. Langflest þessara skinnhandrita fékk Árni á
íslandi; um ein 26 er vitað að þau séu til hans komin
úr eigu danskra manna eða norskra. Séu þessar
tölur bornar saman við það sem áður var sagt um
íslenzk skinnhandrit í öðrum söfnum í Danmörku
og í Svíþjóð, má af því marka hversu miklu meira
safn Árna er að vöxtum, þó að fleiri kjörgripir séu
ef til vill annars staðar, a. m. k. að tiltölu.
Pappírshandritin i Árnasafni eru siður en svo að-
eins uppskriftir fornra handrita, heldur eru þau
mesta safn elztu og beztu heimilda um islenzkar bók-
menntir á 16. og 17. öld sem til er. Mörgum hættir
við að gleyma gildi þeirra sakir hinna fornfrægu
rita sem standa við hliðina á þeim í hillum Árna-
safns, en það er næsta ómaklegt. Þau eru ómetanleg
gögn um sögu okkar og menntir á þessum öldum og
mega vera okkur þeim mun hugstæðari sem víst er
að við hljótum að búa að þeim einir, að rannsókn
þeirra og útgáfum; sá akur er enn að mestu óplægð-
ur, en til þess starfa getum við ekki vænzt liðsstyrks
annarra þjóða.
Sama máli er að gegna um skjalasafn Árnasafns,
þ. e. íslenzku fornbréfin sem þar eru varðveitt í
frumritum og uppskriftum. fslenzku frumbréfin voru
(111)