Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 29
sams konar sjúkdóma, m. a. ekki í námunum í
Jóhann Georgenstadt, sem er nálægt Schneeberg-
námunum. Líkindi eru til, að geislavirk efni, einkum
i loftinu í námunum, eigi mestan þátt í að framkalla
krabbameinið, en hins vegar er mögulegt að sum efna-
samböndin, sem þar eru unnin, svo sem króm og
nikkel ásamt arsensamböndum, eigi sinn þátt i
krabbameininu, sem þar er svo algengt í lungunum.
Eftirtektarvert er það, að þeir einir, sem i nám-
unum vinna, fá krabbamein í lungun, en ekki þeir
sem búa i þorpinu og koma ekki í námurnar. En
50—75% af námumönnunum deyr úr krabbameini
i lungum. Hvergi annars staðar í heiminum er kunn-
ugt um, að menn hafi hrunið þannig niður úr krabba-
meini í lungum. Ef þetta gerðist á skömmum tima,
mundu vart margir hafa fengizt til þess að vinna i
námunum. En reynslan bendir til þess, að yfirleitt
hafi menn unnið í námunum i 15—25 ár, áður en
krabbameinið fer að gera vart við sig, og að aldrei
hafi þess orðið vart fyrstu 10 árin sem menn unnu þar.
í úraniumnámunum í Joachimstal í Bæheimi, i
suðurhlíðum Erzgebirge, liefur fundizt sams konar
krabbamein hjá námumönnunum, enda þótt yfir-
völdin væru treg til að viðurkenna það.
Þetta voru til skamms tíma þeir tveir einu staðir,
þar sem vitað var, að krabbamein í lungum væri
algengur sjúkdómur.
En síðustu áratugina hefur sjúkdómurinn færzt
i aukana í öllum menningarlöndum, fer vaxandi ár
frá ári og ekki sér fyrir endann á því, hvort það
á að verða ein glæsileg sigurför krabbameinsins,
sem með hverju ári sem liður kvelur og kæfir æ
fleiri til bana, eða hvort mönnum tekst að snúa
sigri þess upp i ósigur.
Útkoman á þeirri viðureign fer eftir þvi, hvort
menn vilja nýta sér þá þekkingu, sem nú er fengin
á orsökum lungnakrabbans.
(27)