Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 114
rúm 2000 og uppskriftirnar tæp 0000 númer, en árið
1927 var íslendingum skilað um 700 bréfum, einkum
þeim sem Árni hafði fengið frá islenzkum embættis-
mönnum. Ef einhver vill fá hugmynd um til hvers
þessi bréf séu nýtileg, þarf hann ekki annað en að *
blaða svolítið í íslenzku fornbréfasafni, og mun þá
sjón sögu ríkari.
Að siðustu skal þess getið, að auk þess sem nú
hefur verið talið, eru talsverð islenzk handritasöfn
í Englandi, í British Museum í London og í há-
skólabókasafninu i Oxford (Bodleian). Flest handrit-
anna i báðum þessum söfnum eru runnin frá Finni
prófessor Magnússyni, sem seldi þau þangað á efri
árum sinum. 1 British Museum eru auk þess nokkur
handrit sem Sir Joseph Banks útvegaði sér frá ís-
landi eftir ferð sína þangað 1772. Langflest þessara
handrita eru pappírshandrit, en sum þeirra allmerk.
Enn fremur eru nokkur söfn íslenzkra handrita í «
Edinborg og Dvflinni, og eru handritin í Edinborg
flest runnin frá Finni Magnússyni og Grimi Thorkelín.
— Fáein íslenzk handrit eru hér og þar i söfn-
um á meginlandi Evrópu; merkastar eru tvær skinn-
bækur í Wolfenbuttel, önnur af Egils sögu og Eyr-
byggju, hin rimnabók frá 16. öld. Báðar voru keyptar
i Danmörku snemma á 17. öld. Enn má nefna
Trektarbók af Snorra-Eddu, pappírshandrit frá lok-
um 16. aldar, sem nú er í háskólabókasafninu i
Utrecht, komin þangað á 18. öld, en inun hafa kom-
izt til Danmerkur á fyrra helmingi 17. aldar. Fleira *
mætti tína til, en er þarflaust að rekja í einstökum
atriðum í þessu sambandi. Sameiginlegt með þessum
handritunum er það, að þau munu flest hafa farið um
hendur danskra manna á 17. og 18. öld, og eru einn
vottur um þann áhuga á islenzkum fræðum sem tók
að breiðast út um Evrópu norðanverða allt frá þvi
að Arngrímur lærði hóf að kynna íslenzk fræði með
öðrum þjóðum. Jakob Benediktsson. f
(112)