Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 126
Dönum, ef þá yrði auðsóttara að fá viðunandi mála-
lok um stjórnarskrá, en Jón Sigurðsson vildi enga
tilslökun og vann í þessum málum einn sinn glæsi-
legasta pólitíska sigur.
Á Alþingi 1867, fyrsta þingi Páls Ólafssonar, var
ágreiningur þessi að mestu horfinn, þótt eitthvað
hafi að likindum brunnið í gömlum glæðum undir
niðri. Þessu lýsir Jón Sigurðsson nokkuð í bréfi til
Trvggva Gunnarssonar 23. ág. 1868: „Af eldri þing-
mönnum, sem höfðu verið í okkar flokki 1865, var
Magnús í Bráðræði [þm. Reykv., afi Magnúsar Sig-
urðssonar bankastj.] víst kominn töluvert undir
skugga konungsfulltrúa [Hilmars Finsens], Páll
Ólafsson undir vængi Arnljóts [Ólafssonar], og Björn
Pétursson [þm. S.-Múl., vinur Páls Ólafssonar mik-
ill] var einhvers staðar þar á svig við. Páll var nú
nýr, en hann þolir vist heldur ekki mikla pólitíska
áreynslu, því hann er skáld og fer mest eftir því sem
andinn inngefur honum i hvert sinn. Framan af var
hann hraunfastur við minna hlutann frá 1865, en
þegar á leið var hann einhvers staðar þar sem hann
vissi ekki sjálfur.“ En hafi Jóni Sigurðssyni ekki
fundizt til um stjórnmálavizku Páls, var Páll að sínu
leyti engu hrifnari af því, sem fram fór á þinginu.
í bréfi til Tryggva Gunnarssonar 18. jan. 1869 kemst
hann svo að orði um þetta: „Heyrðu, kæri Tryggvi,
aldrei fer ég á þing framar, og fór aldrei til neins,
nema eins og stendur í rímunum: . Á skóg ég gekk
að skemmta augum mínum,“ enda er það sá leiðin-
legasti risi, sem ég hefi séð, það er Alþing. Það er
ekkert þjóðþing, en það er landsins „grin og skúrra
[fífl]“ ef svo mætti að orði kveða.“
Eins og fyrr segir sat Páll á tveim þingum eftir
þetta. Sátu þeir vinirnir saman á tveim þingum,
1867 og 1875, Páll og Björn Pétursson. í minnisgrein
Jóns Árnasonar landsbókavarðar er varðveitt svo-
felld klausa um þá P. Ó. og B. P.:
(124)