Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 83
son landbúnaðar-, raforkumála-, félagsmála- og
kirkjumálaráðherra.
Útvegur. Þess varð vart, að bátaafli var meiri en
áður á ýmsum þeirra svæða, sem friðuð voru með
liinni nýju landhelgisreglugerð. Brezkir útgerðar-
menn héldu að mestu uppi löndunarbanni á íslenzk-
um isfiski í Bretlandi. Brezki kaupsýslumaðurinn
Dawson gerði samninga við Landssamband ísl. út-
gerðarmanna um kaup á íslenzkum ísfiski og fóru ís-
lenzkir togarar sjö söluferðir til Bretlands á vegum
hans seint um haustið og snemma vetrar. Þessi við-
skipti fóru þó út um þúfur. Dálítið af ísfiski var selt
til Þýzkalands. Togararnir stunduðú að mestu leyti
þorskveiðar. Stunduðu margir þeirra veiðar á Græn-
landsmiðum. Á vetrarvertíðinni stunduðu flestir tog-
aranna veiðar til saltfisks- og skreiðarframleiðslu.
Um vorið var rekstur margra togara stopull, en síð-
ari hluta sumars liófu ýmsir þeirra karfaveiðar, og
litlu síðar tóku sumir þeirra að veiða í ís fyrir
Þýzkalands- og Bretlandsmarlcað. Aðeins fimm tog-
arar tóku þátt í sumarsildveiðum við Norðurland. —
Skreiðarframleiðsla var stóraukin. Allviða var tekið
að nota blásara til að fullþurrka skreið. Sjálfritandi
dýptarmælar fyrir trillubáta voru teknir í notkun all-
víða. Asdictæki til síldarleitar voru sett í varðskipið
Ægi. Unnið var að síldarmerkingum bæði við Norð-
ur- og Suðurland. Hafin var framleiðsla á vélum til
að hausskera og magadraga síld. — Heildarafli var
363 000 tonn (árið áður 337 000). Freðfiskur var
105 900 tonn (árið áður 124 900), saltfiskur 95 100
tonn (árið áður 127 100), liarðfiskur 79 000 tonn
(árið áður 14 700), isfiskur 8 200 tonn (árið áður
28 800), niðursoðinn fiskur 307 tonn (árið áður 339).
Síldaraflinn var alls 69 500 tonn (árið áður 32 000).
163 skip stunduðu sumarsíldveiðar við Norðurland
(árið áður 173). Sumarsildveiðin var rýr, en þó mun
meiri en árið áður. Síldin veiddist aðallega austar-
(81)