Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Síða 28
heldur væri honum og þar opnuð leið inn að innsta
kjarna allrar tónlistar. Vinsældir þeirrar bókar má
marka af því, að hún hefur verið þýdd á mörg tungu-
mál og gefin út hvað eftir annað á Þýzkalandi, Frakk-
landi og Englandi. Snemma tók Schweitzer að ferð-
ast víðs vegar og flytja tónverk Bachs. Varð hann
brátt víðkunnur um Norðurálfu og talinn meðal
fremstu meistara þar í organleik, er fram i sótti. E.
Kurth í Bern fullyrðir jafnvel, að enginn organleik-
ari á þessari öld hafi haft svo mikil áhrif á nútima
organleikara sem hann. — Schweitzer var óánægður
með nýtízku orgön, taldi gerð þeirra flestra áfátt i
ýmsu, og fengjust ekki úr þeim svo hreinir tónar
sem skyldi. Fyrir þvi tók hann að kynna sér organ-
smíð og varð brátt svo mikils metinn á þvi sviði, að
á þingi alþjóðafélags tónlistarfræðinga, er haldið
var i Vínarborg i mai 1909, var hann kosinn ásamt
öðrum manni, til að gera tillögur til alþjóðlegrar
reglugerðar um organsmíð, og kom hún út á sama
ári.
Mörgum mundi sýnast, að annað eins starf og
Schweitzer leysti þarna af hendi væri ærið einum
manni, en það var öðru nær en að hann léti við
það sitja. Jafnframt tónlistarnámi og flutningi tón-
verka stundaði hann heimspeki og gúðfræði við há-
skólana í Strassborg, Paris og Berlín, tók fullnaðar-
próf í báðum þessum fræðigreinum og varði doktors-
ritgerðir og hlaut doktorsnafnbót í báðum. Hafði hann
lokið þessu öllu, er hann var hálfþrítugur, og þó haft
samtímis í smiðum bókina um J. S. Bach og ýmsar
bækur heimspekilegs og trúarsögulegs efnis. Kom hin
fyrsta þeirra, „Um trúarbragðaheimspeki Kants“, út
1899, og siðan hver af annarri. Sama ár, sem hann lauk
guðfræðiprófi (1899), gerðist hann sóknarprestur við
Nikulásarkirkju i Strassborg, og nokkrum árum siðar
(1902) kennari við háskólann þar. Þrátt fyrir öll
þessi störf vannst honum timi til að flytja organ-
(26)