Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Side 35
standa yfir graftarmönnunum, ef verkinu átti nokkuð
að miða áfram. En þegar svo langt var komið, að
byrja mátti að reisa húsið, tók verkið að sækjast
betur, því að þá og úr því unnu það 2 hvítir smiðir
frá trúboðsstöðinni, og var því lokið um áramótin.
Aðsókn sjúklinga var feikna mikil, enda var um 500
kni vegalengd milli Schweitzers og næsta læknis.
Flestir þeir sjúkdómar, sem menn eiga að venjast í
Norðurálfu, voru líka hagvanir þarna, og sumir þeirra
miklu tíðari en þar, svo sem mýrakalda og holds-
veiki. Kynsjúkdómar voru líka algengir og oft ill-
kynjaðir. Hjartasjúkdómar segir Schweitzer að séu
miklu algengari þar en í Norðurálfu, en auðveldara
venjulega að ráða á þeim nokkrar bætur, vegna þess,
að ekki sé hætt við, að blökkumenn óhlýðnist því
boði læknisins að liggja og taka lifinu með ró, því að
það á nú einmitt við þá. Mjög voru þessir sjúkling-
ar hissa á, að læknirinn skyldi finna með hlustar-
pipunni, hvað að þeim gekk. „Nú veit ég, að þetta er
reglulegur læknir,“ sagði blökkumaður einn við Jósef,
„því að hann vissi bæði, að mér er oft erfitt um and-
ardrátt og að fæturnir á mér eru bólgnir, þótt ég
segði honum ekkert um það og liann liti ekki einu
sinni á þá.“ Þá er ofkæling mjög algeng, nefkvef og
lungnakvef. Þó að hlýtt sé á nóttunni, eftir því, sem
gerist i Norðurálfu, eru viðbrigðin mikil frá steikj-
andi hitanum á daginn, einkum að vetrinum, enda
hafa blöklcumenn ekkert ofan á sér á nóttunni. Fjöld-
inn allur af börnum deyr úr brjósthimnubólgu. Þá
eru þvagsýrugigt og alls konar aðrir gigtarsjúkdómar
enn þá algengari en í Norðurálfu, og er þó ekki ofáti
né kjötáti um að kenna, því að bananar og manioka-
rótarbrauð eru aðalfæðutegundir blökkumanna, fiskur
nokkrar vikur að sumrinu, en kjöt, aðallega apakjöt,
kðeins endrum og eins. Tannpína er talsvert algeng,
bólga í tannholdi mjög tíð og tannlos. — Kviðslit eru
miklu algengari meðal svertingja en hvítra manna, og
(33)