Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Síða 39
Þegar liðið var að jólum þriðja árið, tók heilsa hjón-
anna mjög að bila. Það fór að bera á blóðskorti, svo
sem venjulegt er um Norðurálfumenn eftir nokkra dvöl
í hitabeltislöndum. Fylgdi honum taugaóstyrkur og
svefnleysi og svo mikil þreyta, að Schweitzer var
uppgefinn af að ganga 4 mínútna leið frá spitalanum
upp brekkuna að húsi sínu. Samt lagði hann hvorki
andleg viðfangsefni sín né tónlistina á hilluna. Hann
varði kvöldunum til ritstarfa, brátt fyrir þreytuna,
og nokkurri stund á hverjum degi til hljóðfæraleiks.
Þakkar hann þeirri andlegu hressingu, er þetta veitti
honum, öllu öðru fremur, að liann gat þraukað svo
lengi í Afriku, sem raun varð á, þvi að flestir þurfa
að taka sér frí og fara heim eftir 2—3 ár í lengsta
lagi. En Schweitzer og kona hans voru þarna í 4%
ár, svo sem fyrr segir, en þá var heilsa þeirra mjög á
þrotum.
Ekki var Schweitzer fyrr kominn til nokkurn
veginn fullrar heilsu en 1922, og tók hann þá að und-
irbúa nýja Afríkuför. Ferðaðist hann þá víðs vegar,
þar á meðal um Bæheim, flutti erindi og organhljóm-
leika til að afla fjár til starfsins i Afríku, fékk efnt
til samskota í sama skyni og réð sér aðstoðarmenn.
I ársbyrjun 1924 veiktist hann á ný, en fylgdi þó
fötum og sótti námsskeið í fæðingarhjálp og tann-
lækningum, og enn fremur i hitabeltissjúkdómum, i
stofnun þeirri i Hamborg, er fékkst við þau fræði.
Honum batnaði brátt, þótt hann hlifði sér ekki meir
en þetta, og sama vorið lagði hann af stað í aðra
Afríkuför sína. En ekki þorði hann að leggja konu
sina í þá hættu á ný að dvelja langvistum í Afriku
og skildi hana þvi eftir og dóttur þeirra unga. Ferðin
gekk vel, og páskadagskvöld, 19. april 1924, sté liann
á ný á land í Lambarene. Þar var allt komið í kalda-
kol eftir meira en 6 ára fjarvist Schweitzers, og tók
liann þegar til óspilltra málanna við að reisa allt úr
rústum; gekk það vonum fljótar, enda átti Schweitzer
(37)