Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 41
að segja nokkur ár eftir að honum lauk, því að þeim
fannst alltaf, að þau ættu eftir að ljúka við þetta eða
hitt eða ráðstafa hinu og þessu, áður en þau ættu
heimangengt þaðan. Höfðu þau hjónin átt óslitna dvöl
í hitabeltislöndum Suðurálfu i 12 ár, þegar þau loks
fóru þaðan til Bandaríkjanna, og munu sliks fá eða
engin dæmi um hvítt fólk. Þegar til Bandarikjanna
kom, ferðaðist Schweitzer um þau þvert og endilangt
og flutti erindi um hugðarefni sín. Er svo að sjá sem
starfsorka hans sé enn lítt til þurrðar gengin, þótt
ósleitilega liafi hann beitt henni um ævina, og aðra
eins ótrúlega örðugleika og hann hefur átt við að
etja, frá þvi er hann hóf líknarstarf sitt í Afriku. En
hvað sem þvi líður, og livort sem starfi hans þar
verður haldið áfram eða ekki, þegar hans missir við,
mun hans jafnan verða minnzt sem eins hins fjöl-
hæfasta gáfumanns og mesta mannvinar, sem uppi
hefur verið.
Sigurjón Jónsson læknir.
Árbók íslands 1949.
Árferði. Veturinn var víðast hvar snjóþungur og
harður. Tíð var ákaflega umhleypingasöm og stirð á
útmánuðum. Snjóalög liömluðu þá samgöngum viða
um land, t. d. var Hellisheiði lengi ófær bifreiðum.
Hafíss varð vart allvíða við Vestfirði og Norðurland
í apríl og mai. Vorið var svo kalt, að elztu menn
mundu varla slikt. Er það að líkindum harðasta vor,
sem komið hefur á 20. öld. 9 stiga frost var i Reykja-
vík að morgni sumardagsins fyrsta. Veðrátta var
svo köld um sauðburðinn, að ær voru víða látnar
bera i húsum inni. Viða um land snjóaði mikið i mai-
lok. ís tók ekki af Mývatni fyrr en um 20. júní, og
Öskjuvatn var ísi lagt í júlímánuði. Veðrátta tók af
(39)