Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Síða 42
hlýna um miðjan júni, og var ágætt grasveður siðari
hluta júní og fyrri hluta júli. Sumarið var mjög vot-
viðrasamt víðast hvar á landinu. Um liaustið var tíð
yfirleitt mjög góð, en á jólaföstu voru talsverð frost
■og snjóar. Tún spruttu seint, en sums staðar vel að
lokum, einkum sunnan lands. Á Norðurlandi, einkum
i Þingeyjarsýslu, voru tún allvíða mjög kalin. Tíð
var víðast hvar óhagstæð um sláttinn, og varð hey-
fengur tæplega í meðallagi. Sums staðar, einkum á
Norðausturlandi, varð hann mjög rýr. — Þorskafli
var i meðallagi, en sildarafli mjög rýr.
Brunar voru með mesta móti á árinu og ollu stór-
tjóni. 9. jan. brann skólahúsið i Ásólfsskála undir
Eyjafjöllum. 16. mai var stórbruni á Akranesi. Brann
þá fiskvinnslustöð Haralds Böðvarssonar (frystihús
o. fl.). Aðfaranótt 27. mai brann netagerð Björns
Benediktssonar i Rvík, og varð þar stórtjón á veið-
arfærum. Sömu nótt skemmdist hús Gagnfræðaskóla
Austurbæjar við Lindargötu af eldi. 28. júní skemmd-
ist vitavarðarhúsið i Látravik við Hornbjarg mjög
af eldi. 11. júli varð stórtjón af eldi á vörugeymslu-
húsi hafnarsjóðs Neskaupstaðar. 12. júli brann tré-
smiðaverkstæði Almenna Byggingarfélagsins i Rvik
til kaldra kola. Aðfaranótt 11. ág. brann prestssetrið
i Hruna. 11. ág. brann bærinn í Skuggahlið í Norð-
firði, og fórust þar fimm manns. Aðfaranótt 27. ág.
brann frystihús og sláturhús á Flateyri. 23. sept.
brann gistihúsið i Borgarnesi. 9. nóv. brann stórt
verzlunarhús í Sandgerði, og bjargaðist fólk nauðu-
lega úr brunanum. 15. des. stórskemmdist símstöðv-
arhúsið á Patreksfirði af eldi. 30. des. brann íbúðar-
hús nemenda Garðyrkjuskólans í Hveragerði. Ýmsir
aðrir brunar urðu á árinu.
Búnaður. Fóðurskortur varð viða tilfinnanlegur
sökum harðinda um vorið. Voru fóðurbirgðir alloft
fluttar til þeirra staða, þar sem fóðurskortur var
mestur, svo sem Stranda og ýmissa staða á Norður-
(40)