Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 47
við barnaskólann á Seyðisfirði. 26. sept. var Sigur-
björn Einarsson skipaður prófessor i guðfræði við
Háskóla íslands. 28. okt. var Ásgerður Ingimarsdóttir
skipuð ritari i forsætisráðuneytinu. 31. okt. var dr.
Magnús Z. Sigurðsson skipaður ræðism. ísl. í Praha.
5. nóv. var Njáll Guðmundsson skipaður skólastjóri
heimavistarskólans i Kjósarhverfi. 16. nóv. var Guð-
mundur Guðmundsson skipaður sóknarprestur i Hóls-
prestakalli i Bolungarvik. 19. nóv. var Einar Bjarna-
son lögfræðingur skipaður aðalendurskoðandi ríkis-
ins. 19. nóv. var Magnús Jónsson lögfr. skipaður full-
trúi i fjármálaráðuneytinu. 24. nóv. var Sigfús Jóels-
son skipaður skólastjóri barna- og unglingaskólans
á Reyðarfirði. 26. nóv. voru þessir menn skipaðir í
iþróttanefnd til þriggja ára: Daniel Ágústinusson
kennari, Guðm. Kr. Guðmundsson skrifstofustjóri og
Hermann Guðmundsson fv. alþm. 26. nóv. var Þór-
hallur Ásgeirsson skipaður skrifstofustjóri í viðskipta-
málaráðuneytinu. 26. nóv. var Yngvi Ólafsson cand.
jur. skipaður fulltrúi i viðskiptamálaráðuneytinu. í
byrjun des. voru þessir menn kjörnir í Menntamála-
ráð: Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður, Magnús
Kjartansson ritstjóri, Pálmi Hannesson rektor, Valtýr
Stefánsson ritstjóri og Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla-
stjóri. Valtýr Stefánsson er formaður ráðsins. 1 byrjun
des. voru þessir menn kjörnir í Útvarpsráð: Sigurður
Bjarnason aljjm., Kristinn E. Andrésson rithöfundur,
Magnús Jónsson prófessor, Ólafur Jóhannesson pró-
fessor og Stefán Pétursson ritstjóri. Ólafur Jóhann-
esson er formaður ráðsins. 6. des. var Ólafur Thors
skipaður forsætisráðherra, en Bjarni Benediktsson,
Björn Ólafsson, Jóhann Þ. Jósefsson og Jón Pálma-
son meðráðherrar hans. 30. des. var Þorgeir Jónsson
skipaður héraðslæknir i Þingeyrarhéraði. 30. des.: var
Kurt O. Borg skipaður vararæðism. ísl. i Hangö,
Finnlandi. 30. des. var James M. Marsli skip. vara-
ræðism. ísl. í Philadelphíu í stað H. La Brum.
(45)