Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 48
Lausn frá embætti: 21. jan. var Finni Jónssyni
alþm. veitt lausn frá störfum í Fjárhagsráði. 14. febr.
var R. Cisar veitt lausn frá störfum sem aðalræðism.
ísl. i Praha. 25. júni var Sigfúsi M. Johnsen veitt lausn
frá bæjarfógetaembættinu í Vestmannaeyjum. 21. sept.
var Kolbeini Kristóferssyni, héraðslækni í Þingeyrar-
héraði veitt lausn frá embætti. 21. sept. var Magnúsi
Péturssyni, héraðslækni í Reykjavik, veitt lausn frá
embætti. í október lét Gunnar Vagnsson af bæjar-
stjóraembættinu á Siglufirði. 19. nóv. var Birni E.
Árnasyni, aðalendurskoðanda ríkisins, veitt lausn frá
embætti. 2(i. nóv. var Jóni Guðmundssyni veitt lausn
frá skrifstofustjóraembættinu i viðskiptamálaráðu-
neytinu.
[15. des. 1948 var Henrik Sv. Björnssyni, sendi-
ráðsritara í Osló, veitt lausn frá störfum.]
Fulltrúar erlendra ríkja. 8. jan. var Magnús Víg-
lundsson viðurkenndur vararæðism. Spánverja í Rvik.
2. febrúar afhenti frú Bodil Begtrup skilríki sin sem
sendiherra Dana á íslandi. 14. febr. var. L. B. Bolt-
Jörgensen skipaður legationsráð við danska sendi-
ráðið i Rvik. 17. febr. var Egill Jónsson viðurkennd-
ur vararæðism. Svía á Seyðisfirði og Eskifirði. í
marz var Martin Larsen lektor skipaður blaðafulltrúi
við danska sendiráðið i Rvík. 4. april var E. J. Garland
viðurkenndur sendiherra Kanada á íslandi (aðsetur
í Osló). Hann afhenti forseta íslands skilríki sín 11.
ág. 27. apríl afhenti B. Kazemi skilriki sín sem sendi-
herra írans á íslandi (aðsetur i Stokkhólmi). 1. júli
lét V. Rybakov af störfum sem sendiherra Sovét-
sambandsins á íslandi. í júli lét R. P. Butrick af störf-
um sem sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, en við
tók E. B. Lawson. Afhenti hann skilriki sin 22. sept.
30. júlí afhenti sendiherra Spánverja á íslandi, de
Torata greifi, skilriki sín. Aðsetur lians er í Osló.
Sendiherra Hollendinga á íslandi, W. van Tets, af-
henti skilríki sín 31. ágúst. Aðsetur hans er í Dublin.
(46)