Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Side 49
Nokkrar breytingar urðu á starfsliði hinna erlendu
sendiráða á íslandi.
Heilsufar. Mænusóttarfaraldurinn á Akureyri, sem
byrjaði haustið 1948, hélt áfram að breiðast út eftir
áramótin. Yar samkomu- og skólabann þar fram í
miðjan febrúar. Mænusóttin breiddist út víða um land,
t. d. i Þingeyjarsýslu, Skagafirði og á ísafirði. Var
alllengi samkomubann á ísafirði. Veikin gekk einnig
á Austurlandi og stakk sér niður hér og hvar á Suður-
landi. Sumir telja, að hér hafi verið um aðra tegund
mænusóttar að ræða en áður hefur þekkzt hér á landi.
Allmargt fólk lamaðist meira eða minna, og fór sumt
af því til Danmerkur til að leita sér lækninga.
Inflúenza gekk allvíða á útmánuðum. Hettusótt
stakk sér niður hér og hvar. Allsherjar berklarann-
sókn fór fram á Akureyri i júní. Unnið var að stofn-
un blóðbanka í Reykjavik. Krabbameinsvarnafélag
var stofnað í Rvík i marz. Sams konar félög voru
síðan stofnuð i fleiri kaupstöðum.
Hrakningar. 1 febrúar fór Kristín Kjartansdóttir,
78 ára að aldri, frá Kirkjubóli i Hvítársíðu áleiðis
að Sigmundarstöðum í Hálsasveit. Féll hún á leiðinni
og lærbrotnaði og lá úti nær þrjá sólarhringa án
þess að geta neina björg sér veitt. Hún hresstist til-
tölulega fljótt eftir að lnin fannst og var flutt til bæja.
Aðfaranótt 12. sept. var Hannes P. Guðbrandsson,
bóndi i Hækingsdal í Kjós, á ferð í jeppa ásamt þrem-
ur sonum sínum. Voru þá stórrigningar. í Svinadalsá
færði straumur jeppann i kaf. Urðu mennirnir að
hafast við á malarrifi í ánni i tvær klukkustundir,
og náði vatnið þeim í mitti. Minnkaði þá nokkuð í
ánni svo að þeir náðu landi.
Iðnaður. Efnisskortur bagaði mjög ýmsa iðnfram-
leiðslu. Byggingu síldarverksmiðjunnar í Örfirisey
var að mestu lokið. Ný síldar- og fiskmjölsverksmiðja
tók til starfa i Hafnarfirði. Unnið var að byggingu
fleiri fiskmjölsverksmiðja, t. d. á Dalvík. Hafin var
(47)