Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 50
i Reykjavík framleiðsla á krossviði og klæðningar-
plötum. Nærfata- og prjónlesverksmiðja i Rvik hóf
framleiðslu i allstórum stíl. Unnið var að gólfdregla-
gerð með nýjum aðferðum. Hafin var framleiðsla
handslökkvitækja í Rvík og notuð kolsýra frá kol-
sýruverksmiðjunni á Akureyri. Nýja mjólkurstöðin
i Rvík tók til starfa, og rekstur þurrmjólkurstöðvar-
innar á Blönduósi gekk vel. Steinullarframleiðslan i
nágrenni Rvíkur gekk vel, og unnið var að stofnun
steinullarverksmiðju í Hafnarfirði. Unnið var að
stofnun verksmiðju til pappírs- og pappaframleiðslu.
Málmiðjan h.f. hóf framleiðslu á Ijósakrónum úr
málmi. Vélsmiðjan Héðinn hóf framleiðslu þvotta-
véla. Raftækjaverksmiðjan i Hafnarfirði (Rafha) hóf
smið ísskápa i allstórum stil. Ýmsar umbætur voru
gerðar á klæðaverksmiðjunni á Álafossi. Unnið var
að undirbúningi að byggingu sementsverksmiðju á
Akranesi. Verður aðalhráefnið sandur, sem tekinn
verður á sjávarbotni i Faxaflóa, en við framleiðsluna
verður og notað líparít, sem unnið verður hjá Litla-
sandi í Hvalfirði. Unnið var að byggingu allmargra
hraðfrystihúsa. Gerðar voru tilraunir með nýjar vinnu-
vélar i hraðfrystihúsunum, bæði flökunarvélar og
umbúðavélar. ísgerð með nýtízku sniði var hafin i
hraðfrystihúsinu á Patreksfirði. Lokið var byggingu
ullarþvottarstöðvar á Akureyri og umbætur gerðar á
verksmiðjunni Gefjuni. Bókagerð var enn mikil, og
unnið var að gerð islenzkra kvikmynda. Prentmynda-
gerð var sett á stofn á Akureyri. Hafin var fram-
leiðsla á gólfflísum og gljáflísum á Hellu á Rang-
árvöllum. íslenzkur maður, Pétur Jónsson, fann upp
vél til að hreinsa æðardún. Yrkisskólasýning var
haldin i Rvik i ágúst í sambandi við norrænt yrkis-
skólaþing. Á Reykjavikursýningunni var stór iðn-
déild.
íþróttir. Íþróttalíf var með miklu fjöri. Mörg íþrótta-
mót voru lialdin, og tóku erlendir íþróttamenn þátt
(48)