Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 66
Björnssonar ritstjóra í Minneapolis. Hún lézt 18. ág.,
71 árs.
[17. nóv. 1944 lézt Ágúst Ingimarsson fv. bóndi á
Lýsuhóli, Staðarsveit, f. 1. ág. ’74. 8. des. 1947 lézt
Brynjólfur Stefánsson kaupm., Akureyri, f. 14. febr.
’81. 20. marz 1947 lézt Halldór Jónsson bóndi, Flatey,
Mýrum, A.-Skaft., f. 14. júlí ’87. 22. júlí 1948 lézt Ingvar
Jónsson bóndi, Flatey, Mýrum, A.-Skaft., f. 13. júli ’88.
í des. 1948 lézt Jóhanna M. Björnsdóttir ekkjufrú,
Syðra-Garðshorni, Svarfaðardal, f. 7. apríl ’61. 1 des.
1948 lézt Jón Tr. Jónsson, Tjörn, Svarfaðardal, f. 6.
marz ’56. 17. des. 1948 lézt Rósinkar Guðmundsson (frá
Æðey) fv. bóndi á Kjarna, Eyjaf., f. 14. apríl ’75. Sum-
arið 1948 lézt Sigrún Einarsdóttir hfr., Stúfholti,
Holtum, 36 ára. 4. nóv. 1948 lézt Sigrún Eyjólfsdóttir
fv. hfr. í Múla, Gilsfirði, f. 19. febr. ’64. 13. april 1948
lézt Sigurlaug Jónsdóttir frá Fornastöðum, Fnjóska-
dal, f. 24. okt. ’62.]
Náttúra landsins. Seint i janúar kom krapastifla i
Markarfljót, og brotnaði þá slcarð í stíflugarðinn við
Seljaland. Flæddi fljótið yfir bakka sina, og yfirgaf
fólk nokkra bæi i Vestur-Eyjafjallasveit. Stóð flóðið
frain i febrúar, en tók þá að smáþverra. 21. febrúar
urðu skemmdir af ofviðri allviða i Rangárvalla- og
Skaftafellssýslum. Þá sló eldingu niður í fjárhús í
Kálfafelli i Fljótshverfi og drápust þar tvær kindur.
Síðari hluta júnímánaðar voru miklir vatnavextir víða
um land, og ollu þeir sums staðar nokkru tjóni, t. d.
í Svarfaðardal. 19. júní féll skriða á túnið á Drafla-
stöðum í Sölvadal i Eyjafirði. Eyðilögðust öll pen-
ingshús á hænum, og túnið stórskemmdist. 1. ágúst
féllu margar og miklar skriður úr Hagafjalli í Þjórs-
árdal, svo að vegurinn til Ásólfsstaða og Skriðufells
tepptist um hríð. Rigning var þá svo mikil, að undrum
þótti sæta. 11. og 12. september voru geysimiklar
rigningar viða um land. Flæddi þá Norðurá í Mýra-
sýslu yfir bakka sína og sópaði á brott á þriðja þús-
(64)