Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Qupperneq 67
imd hestum af heyi í Norðurárdal og Stafholtstungum.
Mikill vöxtur hljóp þá einnig i Kverná á Snæfellsnesi
og Hvammsá i Dölum, og ollu þær spjöllum á vegum.
Víða um Snæfellsnes urðu þá skemmdir á vegum. í
september kom hlaup úr Grænalóni, og óx þá Súla
mjög. 23. nóvember ollu stórrigningar miklu tjóni i
Neskaupstað. Féllu þar allviða aurskriður inn i liús,
svo að innanstokksmunir skemmdust eða eyðilögðust.
Um miðjan desember varð jarðskjálftakippa vart, bæði
á Norður- og Suðurlandi.
Mikið af stórum útlendum fiðrildum flæktist til
landsins.
Mikið var unnið að náttúrurannsóknum, einkum í
hagnýtum tiilgangi. Fundust mikil lög af skeljasandi,
sem nota má til sementsvinnslu, á 30 metra dýpi i
Faxaflóa. Biksteinslögin i Loðmundarfirði voru rann-
sökuð með tilliti til vinnslu. Unnið var að rannsókn-
um á hrafntinnusvæðum. Allmargir íslenzkir fræði-
menn unnu úr athugunum sínum á Heklugosinu og
hófu undirbúning að útgáfu mikils visindarits um það.
Þá var og unnið að rannsóknum á hverum og laugum
og fornum öskulögum. Brezkir vísindamenn unnu
að rannsóknum á Mýrdalsjökli. Talsvert kvað að fiski-
og hafrannsóknum. Grasafræðirannsóknir voru stund-
aðar allviða um land. Blæösp hafði fundizt árið 1948
i Gestsstaðahlið i Fáskrúðsfirði, og var nú útbreiðsla
hennar rannsökuð nánar. Vex hún þar á allstóru svæði.
Ösp hafði áður hvergi fundizt hér á landi, nema i
Fnjóskadal.
Próf. Embættisprófi við Háskóla íslands luku þessir
menn: 1 islenzkum fræðum (kennarapróf): Eiríkur
H. Finnbogason, I. eink., 110% st., Finnbogi Guðmunds-
son, I. cink., 139!% 5 st., Friðrik L. Margeirsson, II.
eink. betri, 86 st., Gestur Magnússon, I. eink., 121 st.,
Gunnar Finnbogason, I. eink., 108% st. Jón Aðalsteinn
Jónsson, I. eink., 126% st., Jósef Jón Jóhannesson, II.
eink. betri, 85% sL
(65)