Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Qupperneq 70
Eimskipafélags íslandsf „Dettifoss“ og „Lagarfoss“
komu til landsins á árinu, hið fyrrnefnda í febrúar,
hið síðarnefnda í maí. Hið nýja skip S. í. S., „Arnar-
fell“ kom til landsins i nóvember.
Slysfarir og slysavarnir. Alls munu 43 menn hafa
látizt af slysförum á árinu (árið áður 57). Af þeim
drukknuðu 13, en 11 fórust í umferðaslysum. 11. ágúst
fórust 5 manns í eldsvoða í Skuggahlið i Norðfirði.
Um bruna er annars getið á öðrum stað. Nokkrir menn
urðu úti, hröpuðu eða fórust af annars konar slysför-
um. 89 mönnum var bjargað frá drukknun, og var 51
þeirra bjargað fyrir atbeina Slysavarnafélags íslands
og hjálparsveita þess. Vélskipið „Gunnvör“ frá Siglu-
firði fórst við Iíögur 21. janúar, en mannbjörg varð.
Ýmis frækileg björgunarafrek voru unnin. Á Eskifirði
varpaði 77 ára gamall maður, Þorgeir Clausen, sér til
sunds og bjargaði lítilli telpu frá drukknun. Enskur
sjómaður bjargaði á frækilegan hátt dreng frá drukkn-
un á Seyðisfirði. Adólf Magnússon, stýrimaður á vél-
báti frá Vestmannaeyjum varpaði sér útbyrðis í
Grindavíkursjó og bjargaði matsveini bátsins, er fallið
bafði útbyrðis. Aðalheiður Guðmundsdóttir úr Rvik
bjargaði sér og þriggja ára dóttur sinni á sundi í
Norðurá, er bát þeirra rak fram af Laxfossi.
Stjórnarfar. Forsetakosningar áttu að fara fram i
júní, en Sveinn Björnsson var sjálfkjörinn. Var hann
settur hátíðlega inn í embættið 1. ágúst. Alþingi var
rofið 12. ágúst og boðað til kosninga 23. október. Úr-
slit lcosninganna urðu þau, að Sjálfst'æðisflokkurinn
fékk 28 546 atkv. og 19 þingmenn kjörna (við alþingis-
kosningarnar i júni 1946:426 428 atkv. og 20 þingm.),
Framsóknarflokkurinn 17 659 atkv. og 17 þingmenn
(1946: 15 429 atkv. og 13 þingm), Sósialistaflokkurinn
14 077 atkv. og 9 þingmenn (1946: 13 049 atkv. og 10
þingm.), Alþýðuflokkurinn 11 938 atkv. og 7 þingm.
(1946: 11 914 atkv. og 9 þingm.). — Stjórn Stefáns
Jóh. Stefánssonar baðst lausnar 2. nóv. Hinn 6. des.
(68)