Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Síða 71
myndaði Ólafur Thors hreina Sjálfstæðisflokksstjórn,
og áttu sæti í henni auk Ólafs Bjarni Benediktsson,
Björn Ólafsson, Jóhann Þ. Jósefsson og Jón Pálmason.
Hinn 30. marz samþykkti Alþingi þátttöku Islands í
Atlantshafsbandalaginu. Urðu þann dag' alvarlegar
óeirðir við alþingishúsið. Þátttakan i bandalaginu var
staðfest af forseta íslands 22. júli. Alþingi afgreiddi
fjölda laga á árinu, m. a. um gengisskráningu og ýmis
lög um dýrtiðarráðstafanir og stuðning við atvinnu-
vegina. Keflavik fékk kaupstaðarréttindi snemma á
árinu, en Húsavik síðast á árinu.
Útvegur. Árið var yfirleitt fremur lélegt aflaár.
Gæftir voru mjög stirðar á útmánuðum. Heildaraflinn
varð 337 000 tonn (árið áður 409 000 tonn). Þorskafl-
inn varð nokkru meiri en árið áður, og var aukningin
aðallega nýsköpunartogurunum að þakka. ísfisksveiði
varð rúm 142 000 tonn (árið áður rúm 154 000). Hrað-
frystur fiskur var tæp 78 000 tonn (árið áður rúm
70 000), saltfiskur rúm 42 000 tonn (árið áður 28 000),
niðursoðinn fiskur 271 tonn (árið áður 434), harð-
fiskur 59 tonn (árið áður nær enginn). Fiskur seldur
til neyzlu innanlands var um 3200 tonn (árið áður
2900). Afli togaranna var aðallega fluttur út isvarinn,
en bátaaflinn var frystur eða saltaður. Þó var litið
eitt af bátaaflanum flutt út isvarið á vetrarvertíðinni,
og togararnir lögðu stöku sinnum afla sinn á land
til söltunar i stað þess að sigla með hann á erlendan
markað, þegar verðfall var mikið á isfiskmörkuðunum.
Söluferðir togaranna voru alls 436 (árið áður 506).
Af þeim voru 240 farnar til Þýzkalands (árið áður
242) og 196 til Bretlands (árið áður 265). í júli-
mánuði var gerður út fiskileiðangur til Grænlands.
Tóku nokkur vélskip þátt i honum, og var „Súðin“
notuð sem móðurskip. Alls tóku rúmlega 100 manns
þátt i þessum leiðangri. Kom leiðangurinn aftur seint
í september, og varð afli hans fremur rýr. „Eldborg“
frá Borgarnesi stundaði einnig veiðar við Grænland
(69)