Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 73
(árið áður 74.3 millj. kr.), fiskmjöl fyrir 7.3 millj. kr.
(árið áður 6 millj. kr.), hvallýsi fyrir 6 millj. kr. (árið
áður 2.1 millj. kr.), söltuð hrogn fyrir 2.6 millj. kr.
(árið áður 1.3 millj. kr.), niðursoðinn fiskur fyrir 1.5
millj. kr. (árið áður 4.2 millj. kr.), hvalmjöl fyrir
600 000 kr. (árið áður ekkert), síldarmjöl fyrir 545 000
kr. (árið áður 34.7 millj. kr.).
Verklegar framkvæmdir. Nokkuð dró úr byggingar-
framkvæmdum sökum efnisskorts. Þó var lokið all-
mörgum byggingum og nokkrar nýjar hafnar. Mikið
var unnið að þjóðleikliúsinu, og var þvi lokið að
mestu. Dómshús hæstaréttar i Rvik var vígt í janúar.
Nýja mjólkurstöðin i Rvík tók til starfa i maí. Miklar
umbætur voru gerðar á Menntaskólanum í Rvik, og
enn var unnið að viðbótarbyggingu við Húsmæðra-
skóla Reykjavikur. Miklar umbætur voru gerðar á lóð
Háskóla íslands. Gagnfræðaskóli Austurbæjar flutti
um haustið i hin nýju, veglegu húsakynni sín. 1 hinu
eldra húsi hans tók nýr gagnfræðaskóli til starfa og
annar i Vesturbænum, svo að alls urðu fjórir gagn- *
fræðaskólar i Rvik. Unnið var að byggingu iðnskóla-
húss í Rvík. Hafin var bygging leikskóla i Rvik. Byrj-
að var á byggingu heilsuverndarstöðvar Rvíkur. Hafin «
var bygging húss fiskiðnnefndar í Rvík. Umbætur
voru gerðar á fríkirkjunni í Reykjavík og smið Laug-
arnesskirkju lokið. Nýtt kvikmyndahús, „Stjörnubíó“
tók til starfa i Rvík. íþróttahús í. R. við Túngötu var
mjög endurbætt. Hafin var bygging „blóðbanka“ við
Landsspítalann. Viðbótarbyggingu við Kleppsspítal-
ann var að mestu lokið. Unnið var að byggingu fá-
vitahælis i Kópavogi. Unnið var að þvi að fullgera
sildarverksmiðjuna i Örfirisey. Oliuverzlun Islands
hóf byggingu nýtízku oliustöðvar í Laugarnesi. Unnið
var að þvi að leiða heitt vatn frá Reykjahlíð i Mosfells-
sveit í samband við aðalhitaveituna. Var viðbótar-
hitaveitan tekin í notkun i desember. Unnið var að
undirbúningi að virkjun írafoss og Kistufoss í Sogi.
(71)