Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 76
greinir, svo og nokkurra félagsheimila. Um byggingu
verksmiðja og aðrar framkvæmdir i iSnaSarmálum er
nokkuS getiS i kaflanum um iðnaS. — UnniS var að
hafnargerð og umbótum á hafnarmannvirkjum á Akra-
nesi, Hellnum, Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi,
Staðarfelli, Salthólmavik, KróksfjarSarnesi, Flatey á
BreiSafirði, PatreksfirSi, Tálknafirði, Bildudal, Flat-
eyri, SuSureyri, Bolungavík, Hnífsdal, ísafirði, Súða-
vík, Vatnsfirði, Reykjanesi við Djúp, Grunnavík, Kald-
rananesi, Drangsnesi, Hólmavik, Hvammstanga,
Blönduósi, Höfðakaupstað, SauSárkróki, Hofsósi, Haga-
nesvik, Siglufirði, Grimsey, Ólafsfirði, Hrísey, Dal-
vík, Akureyri, Svalbarðseyri, Grenivík, Flatey á Skjálf-
anda, Húsavík, Kópaskeri, Þórshöfn, Bakkafirði,
Vopnafirði, Borgarfirði eystra, Seyðisfirði, Mjóafirði,
Neskaupstað, Eskifirði, Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð,
Stöðvarfirði, Breiðdalsvik, Hornafirði, Vestmanna-
eyjum, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn, Grinda-
yík, Höfnum, Sandgerði, Gerðum, Keflavik, Njarð-
víkum, Vogum og Hafnarfirði. Ýmsar umbætur voru
gerðar á höfninni i Reykjavík. Á Patreksfirði var
unnið að gerð vélbátahafnar inni í lóninu. í sambandi
við hafnargerðir voru notuð dýpkunarskip. Á Akur-
eyri var fullgerð dráttarbraut. Nokkuð kvað að fram-
kvæmdum i vitamálum, einkum þó viðhaldi vita.
Víða var unnið að vegagerð og viðhaldi vega, og
voru notaðar stórvirkar vinnuvélar. Umbætur voru
gerðar á Krýsuvikur- og Selvogsvegi. LagSur var veg-
ur um Miðnesheiði beint frá Keflavík til Sandgerðis.
Unnið var i Skorradal neðanverðum, Lundarreykja-
dal, Uxahryggjavegi, i Stafholtstungum og Álftanes-
hreppi á Mýrum. Unnið var í Staðarsveit, á Snæfells-
nesi og hafin vegargerð frá Hellnum fyrir Jökul.
Vegurinn á Fróðárheiði var endurbættur. Nokkuð var
unnið i Dalasýslu, t. d. milli Búðardals og Ásgarðs og
á Skarðsströnd. Unnið var á Barðaströnd, og i Rauða-
sandshreppi var unnið að vegalagningu frá Botni til
(74)