Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 78
sinn á bifreiðum frá Hveravöllum norðan Hofsjökuls
til Laugafells og þaðan Vatnahjallaveg niður i Eyja-
fjörð. Um haustið var einnig farið yfir Tungnaá á
bifreiðum. — Brúasmiðar voru með mesta móti. Voru
byggðar 19 allstórar brýr auk nokkurra smærri. Þjórs-
árbrúin nýja var opnuð fyrir umferð 10. nóvember. Er
hún mikið mannvirki, 107 metrar á lengd. Meðal ann-
arra áa, sem voru brúaðar, voru Litla-Þverá í Mýra-
sýslu, Setbergsá á Skógarströnd, Hólsá, Svínadalsá
og Iíleifaá í Dalasýslu, Músará i Þorskafirði, Hjarðar-
dalsá í Dýrafirði, Tunguá i Bitru, Álftaskálará í
Vatnsdal, Laxá og Grímsá i Skagafirði, Fjarðará i
Ólafsfirði, Teigará i Vopnafirði, Þverá á Jökuldal,
Múlaá i Skriðdal, Djúpadalsá i Breiðdal og Laxá i Lóni.
Hafin var bygging brúar á Blöndu móts við Löngu-
mýri i Blöndudal.
Nokkuð var um framkvæmdir í simamálum, þrátt
fyrir efnisskort. Notendasimar voru lagðir á um 150
sveitabæi. Bætt var við númerum i Reykjavik og Hafn-
arfirði, en það fullnægði þó hvergi nærri eftirspurn-
inni. Unnið var að sjálfvirku stöðinni á Akureyri, og
lagður var jarðsimi um bæinn. Lokið var lagningu
jarðsima milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar. Fjölsíma-
sambandi var komið á milli Borgarness og Stykkis-
hólms, Borðeyrar og Patreksfjarðar og Selfoss og Vest-
mannaeyja. Allvíða á Vestfjörðum voru lagðir sæsímar
yfir firði, t. d. Patreksfjörð, Mjóafjörð við ísafjarðar-
djúp, Reykjarfjörð syðra á Ströndum og Steingríms-
fjörð. Unnið var að byggingu póst- og simahúss í
Hrútafirði. Nýr sendir var settur upp í loftskeyta-
stöðinni í Rvik. Hafin var bygging stúttbylgjustöðvar
á Klifi i Vestmannaeyjum.
Verzlun. Mjög verulegur afturkippur varð í útflutn-
ingsverzlun íslendinga, og átti aflabresturinn á sild-
veiðunum mikinn þátt i því, svo og tregari og stopulli
sala á ísfiski en áður. Nokkur skortur var á sumum
tegundum neyzluvarnings.
(76)