Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Side 86
kvæða Bólu-Hjálinars, hafði á honum óþokka fyrir
virðingarleysi við klerka og höfðingsbændur og þá
ekki siður vegna þess, að það orð lá á, að bæði væri
hann þjófur og brennuvargur. Ljóðasafnið Snót flutti
kvæði eftir um það bil 80 nafngreind skáld og hag-
yrðinga — og var þar seilzt allt til norskra skálda á
10. og 11. öld, en í Snót er ekki svo mikið sem ein
visa eftir Bólu-Hjálmar. Páll Ólafsson var tuttugu og
þremur árum eldri en Jón, bróðir hans, og jafngam-
all Gísla Brynjúlfssyni, en þó að kveðskapur Páls
væri orðinn í hvers manns munni viða um Austur-
land, var Páll litt kunnur annars staðar árið 1874
nema af lausavísum, sem flogið höfðu frá manni til
manns um land allt á furðuvængjum ísienzkrar óð-
hyggju og ljóðástar. Það er ekki fyrr en með 3. út-
gáfu Snótar, árið 1877, að Páll verður kunnur vítt um
land sem góðskáld, en í þeirri útgáfu átti hann 23
kvæði, og svarar það nokkurn veginn til fjögurra
arka ljóðabókar, sem prentuð væri eins og nú er
tiðkað. Er ástæða til að taka það fram, að slík ljóða-
söfn sem Svafa og þó enn frekar Snót — og síðar
Svanhvít —- voru á 19. öld, ásamt ýmsum ársritum,
ómetanleg tæki til kynningar þjóðinni á frumkveðn-
um ljóðum og ljóðaþýðingum skálda hennar. Verður
nútíðarmönnum þetta ljósara en ella, ef þeir athuga
eftirfarandi staðreyndir:
Árið 1874 hafði engin ljóðabók komið út eftir
Grím Thomsen, sem þá var 54 ára gamall, og liðu
enn 6 ár, unz kvæði hans voru prentuð sér í bók; tvær
eftir Gröndal 48 ára, en hann var nær hálfáttræður,
þegar stóra kvæðabókin hans kom út; engin eftir
Steingrím 43 ára, en fyrsta útgáfa af ljóðum hans
var prentuð, þegar hann var fimmtugur; engin eftir
Matthías nær fertugan, og liðu enn þá 10 ár, unz frá
hans hendi kom ljóðabók.
Nýlátnir voru af skáldum þjóðarinnar Jón Thor-
oddsen sýslumaður, er var í þann tíð jafnvinsæll
(84)