Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Qupperneq 87
sem ljóðskáld og skáldsagnahöfundur, — og Kristján
Jónsson Fjallaskáld. Hann var í um það bil hálfa
öld ástmögur mikils þorra íslenzkrar alþýðu, þar eð
hún fann í kvæðum hans þá bölsýni, er margur
maðurinn bar sjálfur í brjósti og var afleiðing ófull-
nægðrar útþrár, svikinna sæludrauma og meinlegrar
skókreppu margvíslegra hæfileika. Minnist ég þess,
að þá er ég var drengur og unglingur —■ á fyrsta og
öðrum áratug þessarar aldar — voru ljóðmæli Fjalla-
skáldsins eftirlæti ýmissa húsfreyja og stúlkna og
voru einnig kvöld- og sunnudagalestur sumra karl-
manna, — og raulaði fólk um „griðastaðinn mæðu-
manns“ og „von, sem þó var aðeins tál“.
Þá þykir mér hæfa að athuga lauslega, hver af
hinum verðandi Ijóðskáldum íslendinga á tímabilinu
frá 1874—1918 eru komin það á legg, þegar þjóðin
fær stjórnarskrá á þúsund ára afmæli íslandsbyggð-
ar, að tímamótin hafi á þau bein og varanleg áhrif.
Elztur var Stephan G. Stephansson, en hann fluttist
til Ameriku árið 1873, þá tvítugur. Má vera, að hann
hafi heyrt einhvern þjóðhátiðardyn vestur um haf,
en hins vegar voru víst kjör hans og flestra annarra
frumbyggja þannig, að vart mun það, sem var að
gerast á því landi ísa og elds, er átti ekki neinn líf-
vænlegan blett að bjóða æskumanni af gerð Stephans
G. Stephanssonar, hafa vakið mikla hrifni eða eftir-
væntingu í blóði hans, en máski beiskju og trega;
en siðar kom það svo greinilega í ljós sem hugsazt
getur, að Stephan fylgdist af ást og metnaði með
því, er gerðist í frelsis- og framfaramálum íslendinga.
Þorsteinn Erlingsson var drengur á 16. ári austur í
Fljótshlíð, og áreiðanlega mun hann hafa hrifizt af
atburðunum 1874 og þeir vakið honum trú á batn-
andi gengi þjóðarinnar. Einar Hjörleifsson —- síðar
Kvaran — varð fyrst og fremst sagnaskáld, en samt
varð liann einnig sérstætt ljóðskáld. Hann var einu
ári yngri en Þorsteinn og var heima á prestssetrL
(85)