Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Síða 89
og meir einkennandi minnisvarða en vísur séra
Björns i Sauðlauksdal, Ævitíminn eySist. Vísurnar
eru tvær, og sú síðari hljóðar þannig:
„Eg skal þarfur þrifa
þetta gestaherbergi,
eljan hvergi hlifa
sem heimsins góður borgari.
Einhver kemur eftir mig, sem hlýtur.
Bið ég honum blessunar,
þá bústaðar
minn nár í moldu nýtur.“
Hjá Eggert Ólafssyni kom fram allt í senn: Trú
á nytsemina og einlægur þegnskapur við þjóð hans
að hætti timans, sterk og ekki skynsemibundin guðs-
trú, ákafur metnaður fyrir hönd þjóðarinnar og
lieitt og magnþrungið traust á framtíð hennar og á
gæði landsins —• og loks slík aðdáun á glæsileik
fortíðarinnar, að hún hefði verið hverjum eldhuga
rómantisku stefnunnar fyllilega samboðin. Þá er það
séra Jón Þorláksson. Hann lagði vangann við, þá er
á hann var hrópað i nafni nytseminnar, en hann
lileinkaði sér hins vegar heilbrigða og með öllu
ókreddubundna lifsreynslu og lifsspeki íslenzkrar
alþýðu — og samfara henni var honum náttúrleg
aðdáun á fögrurn hugsjónum og hugmyndum and-
legra aðalsmanna og innileg trú á tilvist tveggja
andstæðra máttarvalda, Guðs og Satans. Þá samein-
aði séra Jón i þýðingum sínum á hinum miklu verk-
um Miltons og Klopstocks hið fegursta íslenzkt mál,
tigna hrynjandi eddukvæða og furðulega samlöðun
við anda erlendra stórskálda. Þeir Eggert og séra
Jón voru þvi báðir, hvor á sína visu, raunsæir, en
áttu sér um leið rómantíska glóð, — og beggja lifs-
starf rann sem styrkar stoðir undir það, er koma
skyldi, þar eð Eggert flutti sem nýtt efni boðskap
nytseminnar og kveikti af glóðum fortíðarinnar elda
trúar á gæði lands síns og framtiðar þjóðarinnar,
(87)