Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 91
og hvort tveggja var snemma þroskað við máltign
og formsnilli þýðinganna eftir séra Jón Þorláksson
á Paradísarmissi Miltons hins enska og Messiasar-
drápu þýzka skáldsins Klopstocks — og af sam-
ræmdri tign og fegurS íslenzkunnar og grískrar frá-
sagnarlistar, svo sem þetta kom fram í þýSingum
Sveinbjarnar Egilssonar. Þvi var þaS, aS Jónasi
rejmdist ekki aSeins fært, heldur og eSlilegt að til-
einlca sér og íslenzka erlend fegrunarform og tign-
arhætti frá gömlum og nýjum tíma — og einnig
greypa gamalt norrænt og íslenzkt IjóSgull hér og
þar í þær gersemar, sem hans dvcrghagur andi og
hans glitvængjaSi skáldhugur stuSlaSi og fágaSi svo,
aS þær munu ævinlega glóa á faldbúningi islenzkrar
menningar sem hennar fegurstu gripir. Hjá Eggert
Ólafssyni fann hann íslenzkt fordæmi um samlöSun
raunhæfrar þekkingar og nytsemi viS ákafa aSdáun
á íslenzkri fornöld, einlæga dásömun á íslenzkri
náttúru og viS heita trú á landiS og þjóSina. Til un-
aSslegs samræmis hníga öll áhrif, sem Jónas verSur
fyrir, innlend og erlend — frá fortíS og samtíS —
og mótast listrænum persónuleika hans sjálfs — svo
aS hann eignast þann sprota, sem hann getur slegið
á steininn -—• og sjá, strax streymir þar fram lífsins
vatn. Listfengi hans er svo sérstætt, aS enginn hefur
nokkurn tíma eftir hans dag náS þangaS meS tær,
sem hann hefur hæla, en um leið svo vel falliS til
hugsjónalegs markmiSs — sem fegurSar fyrirmynd,
er aldrei geti á fallið og stormar tímans fái ekki um
aldur og ævi veSrað — aS hver og einn, sem viS
rim föndrar á íslandi getur látiS sig dreyma dag-
drauma, sem allir fljúgi á hinu bláa klæSi í áttina
til dýrSarríkis Jónasar. Þó aS IjóSasmiSirnir séu
sér þess meSvitandi, aS ekki einu sinni aS landa-
mærum þess rikis fái þeir náS, þá finna þeir sam-
tímis, að til þeirrar áttar beri þeim aS sækja. Því
er þaS, aS auk þess sem Jónas liefur beinlínis og
(89)