Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Qupperneq 96
og hatri sínu — yfirleitt manneskjur, sem hvorki
láta gylliboð né kúgun, skart og völd né tötra og
kotungskjör ráða hugarþeli sínu eða gerSum. Þó að
Grímur ælist upp hjá allstórlátum foreldrum, um-
gengist löngum hefðarfólk erlent og höfðingja og
ekkert væri honum fjær skapi en lýðdaður, valdi
hann sér jafnt að yrkisefni Þorbjörn kólku og Sverri
konung — og hórkonuna, sem fyrirgafst mikið, af
því að hún elskaði mikið, orti hann um af sama
skilningi og þær höfðingskonurnar Bergþóru, Hildi-
gunni og Ólöfu Loftsdóttur. Grímur er með afbrigð-
um hugkvæmur á snjallar líkingar og frumleg, én
hnyttin og lífræn lýsingarorð. Hann er fáorður og
kjarnyrtur, kvæði hans óvenjuföst og áhrifamikil
heild og i þeim skarpskyggni og vitsmunir, sem
gefa lesandanum ærið oft furðuviða sýn til hins
almenna frá þvi einstaka. Alloft er hann stirðkvæð-
ur, og hefur það mjög verið á orði haft, en stundum
er þó eins og jafnvel rímlýti, sem hver og einn rekur
augun í, auki á hrjúf, en hressandi og styrkjandi
áhrif kvæðisins. En Grimur átti líka til léttleik og
bragsnilli, svo sem kemur greinilega fram i kvæð-
unum Huldur, Jónas Hallgrimsson og Endurminning,
— eða athugum formið allt á snilldarkvæðinu Son-
artorrek. Grímur gat og frammi fyrir einum lotið
höfði af harmi og vitundinni um það, hvað mann-
legur máttur er við dauðans dyr lítils megnugur,
sagt af auðmýkt og trúartrausti: „Hvað dugir, nema
drottins náð?“ — og huggað sig við það, þá er hann
horfir á eftir nökkvanum svarta, er flytur ástvininn
„burtu lífs frá löndurn", að „drottinn sjálfur stýrir
knerri“.
íslenzkar farnbókmenntir hafa orðið Grími mikil
auðsuppspretta efniviðar og stílblæs, en af einstök-
um skáldum hygg ég, að vart verði bent á neinn, sem
hafi haft á hann bein áhrif — nema ef vera skyldi
Bjarni Thorarensen — og mætti þó frekar ætla, að
(94)