Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 100
Páll vísur, sem yfir er yndisþokki og broshýr létt-
leiki. Hann orti og löng ljóðabréf til vina sinna og
kunningja, þar sem drepið var á tiðarfar, mannheillir
i héraði, skepnuhöld, atburði ýmsa og landshagi, allt
létt, lipurt, gamansamt, stundum sitthvað tvirætt.
Þessi bréf eru mjög sérstæð islenzk skáldskapar-
grein og um leið merkileg menningarleg heimild.
Einnig orti Páll drykkjukvæði, sem eru i upphafi
og stundum til enda með iðrunarblæ á yfirborðinu,
en undir niðri er spriklandi breyskleiki, sem er þess
albúinn að spretta upp, þá er eitthvað tekur úr að
draga iðrunarsviðanum. Páll hefur og ort mjög blátt
áfram orðaðar ferskeytlur, sem fela í sér djúpa lífs-
athugun og bera vott um mikinn og skáldlegan hæfi-
leika til að draga af hinu hversdagslegasta likingu,
er bregði ljósi yfir örlagavef mannlegs lífs. Þá hefur
Páll Ólafsson ort ástarvisur, sem í innileik sinum
og einfaldleik eru heillandi fagrar. Til er nýleg út-
gáfa af ljóðmælum Páls, með formála um skáldið og
skáldskap þess eftir Gunnar skáld Gunnarsson.
Gisli Brynjúlfsson fæddist sama ár og Páll og var
einnig Austfirðingur, sonur séra Gisla Brynjólfs-
sonar á Hólmum i Reyðarfirði. Gísli fór að loknu
stúdentsprófi til Kaupmannahafnar og bjó þar jafnan
síðan. Hann varð þjóðhátiðarárið kennari i sögu og
bókmenntum íslendinga við háskólann í Kaupmanna-
höfn. Gisli lézt árið 1888.
Gísli var snemma hneigður fyrir að fylgjast vand-
lega með i þvi, sem gerðist i umheiminum og hafði
mikinn áhuga fyrir frelsishreyfingum kúgaðra þjóða.
Hann orti kvæði til Jóns Sigurðssonar, þá er sá ágæti
foringi fór á þjóðfundinn fræga, en síðan komst
hann i andstöðu við Jón Sigurðsson, þrátt fyrir áhuga
sinn á málstað hart leikinna þjóða, og varð þetta
Gisla að miklu meini og stiaði honum frá löndum
hans. Gísli virðist hafa verið nokkurt efni i góðskáld,
og kvæðið áðurnefnda til Jóns Sigurðssonar er mjög
(98)