Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 103
eru glituð unaðsþokka íslenzkrar náttúru og þrungin
sumardýrð hýrra góðviðrisdaga, þegar angan er
mikil úr jörðu, ungamæður í móa og vængjaglit í
lofti, en tíbrá yfir jöklum og við hafsbrún úti. Þá
eru líka sum frelsis- og ættjarðarkvæði Steingrims
heit og innileg, svo sem Vorhvöt og Ég elska yðar,
þér íslands fjöll. Ástarkvæði Steingríms eru og mörg
fögur, ekki sízt þau, sem eru mótuð söknuði og trega.
Hann hefur einnig ort ihygliskvæði með viðkvæmum
hljómgrunni, þar sem helzt i hendur óseyrð tilfinn-
ing, djúpskyggni hins spaka og þroskaða manns og
örlögbundin undirgefni undir lífsins óraskanleg lög-
mál. Loks eru ádeilukvæði og ádeiluvísur Steingrims,
þar sem hann fer fram úr flestum eða öllum íslenzk-
um skáldum sakir þess, að það, sem honum þar
verður af munni, máski særðum af einstökum manni
eða hneyksluðum og ergðum af óþægilegu atviki,
hefur oft sammannlegt gildi, ýtir ef til vill við veilu,
sem til er um heimsbyggð alla — því að mannkindin
er í höfuðþáttum eðlis sins ávallt sjálfri sér lík,
hvort sem hún býr við hið yzta haf eða í dalþrengsl-
um hrikafjalla, þúsundir mílna frá hvítum sævar-
söndum og bláfleti liafsins.
Vinsældum Steingríms sem skálds hefur mjög hrak-
að á þrem til fjórum siðustu áratugum. Hann var
stundum stirðkvæður, og svo smekkvís sem hann
var á erlendan kveðskap og fegurðarunnandi, not-
aði hann alloft orð, sem misbjóða kröfum nútiðar-
lesanda um samræming efnis og orðavals. 1 kvæð-
um Steingrims á æsku- og manndómsárum voru oft-
ast gullfagrar setningar og fleiri eða færri vísur, sem
voru góður og stundum hreinn og tær skáldskapur,
en þá er Steing'rímur eltist, var sem tilfinning hans
fyrir formi og lifsanda kvæðanna sljóvgaðist mjög,
svo að hann sæi í þeim það, er hann vildi hafa túlk-
að, án þess að hann raunverulega hefði fundið þau
orð og náð þeirri hrynjandi, er fengi tendrað sömu
(101)