Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 105
Steingr. Thorsteinsson. Matthías Jochumsson.
tímabili ef til vill meiri en nokkurt annað af skáld-
um okkar á 19. öldinni. Fyrstu kvæðin, sem Þor-
steinn Erlingsson birti, voru mjög í anda Steingríms,
og honum eldri menn — eins og séra Björn Hall-
dórsson og Helgi Hálfdánarson ortu kvæði, sem minna
á hann. Þorsteinn Eriingsson fann sitt sérstæða form,
en á annan veg fór fyrir Páli Jónssyni — síSar Árdal.
Hann iosnaSi aldrei undan álirifum Steingrims og
Gröndals, náði aldrei að öðlast sjálfstæðan stil sem
ljóðskáld, nema helzt í kvæðum, sem hann orti
handa börnum og unglingum.
Ljóðmæli Steingríms hafa verið gefin út fjórum
sinnum, og flestar af þýðingum lians hafa komið út
í b'ókarformi. Hefur Axel skáld, sonur hans, lagt
mikla rækt við minningu hans og kostað útgáfur og
endurprentanir á ýmsum ritum hans, frumsömdum
og þýddum.
Matthias Jochumsson — séra Matthías var hann
oftast nefndur — fæddist i Skógum við Þorskafjörð
í Austur-Barðastrandarsýslu árið 1835 — en fæð-
ingarsveit Mattliíasar, Reykhólasveitin, lagði íslenzku
þjóðinni til þrjú höfuðskáld á hálfum fjórða ára-
(103)