Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 108
kynntist, og koma á framfæri við þá nýjum hug-
myndum og hugsjónum andlegra stórmenna — og það
stundum, þó að hann væri þeim engan veginn sam-
mála. Hann þýddi líka af meiri innlifun, andagift
og snilli erlendan skáldskap — einstök kvæði, kvæða-
flokka, leikrit í Ijóðum og einnig skáldsögur — en
nokkur annar maður, þó að ekki væri orðalagi frum-
ritsins alltaf jafnnákvæmlega fylgt og hjá sumum
öðrum — og fágun ekki eins og til dæmis hjá bezta
niitiðarþýðanda okkar, Magnúsi Ásgeirssyni. Séra
Matthias þýddi og greinar erlendra hugsuða og vakti
athygli á erlendum merkisbókum. Á þessu sviði vann
hann starf, sem aldrei verður að fullu metið — ekki
sízt, þegar þess er gætt, hve hann auðgaði íslenzkt
mál með þýðingum sínum og gerði mönnum ljósa
auðgi og fjölhæfni íslenzkunnar, þá er henni er ætl-
aður nægilega stór hlutur. Auk þess ritaði hann fjölda
blaðagreina um íslenzk og erlend efni, samdi mörg
leikrit, ritaði bækur um lönd, sem hann hafði kynnzt,
skrifaði innlenda ferðaþætti, skráði ævisögu sína
og orti mörg bindi af ljóðum.
Séra Matthías var svo fjarri þvi að vera stein-
runninn sem hugsazt getur. Hann var sivökull og
síleitandi, en grundvöllur eðlis hans og skapgerðar
var ekki foksandur, heldur hellubjarg — sjálft undur
og almætti gróandans í tilverunni allri, og driffjöð-
ur anda hans var hvötin til að leita — vegna allra,
sem þjást og vaða í villu og svíma, möguleika til aug-
Ijósrar en innilegrar samlöðunar við hin jákvæðu
öfl vaxtar, blómgunar og alhliða samræmis —- „leik-
ur sér með ljóni lamb í paradís“, segir skáldið. —
Mér verður vart hugsað svo til séra Matthiasar, að
mér detti ekki i hug kvæði hans í Hróarskeldndóm-
kirkjn. Séra Matthías kunni manna bezt áð meta það
stórbrotna, livar og hvernig sem það birtist. Hann
var og —■ eins og kvæði hans bera ljósast vit.ni um
— maður, sem ekki aðeins las og mundi, heldur lifði
(106)