Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Síða 114
Hver okkar hefur ekki staði'ð á lækjarbakka og
starað svo sem í leiðslu á iðandi straumsveipana,
horft á úðadöggvuð og skjálfandi stráin og heyrt
hinn dulkennda og lokkandi dyn undir holbakkan-
um? Nei, þessi mynd gefur okkur engin svör við
hver? og hvi? —cn í stað örvænis og ógnar er komin
yfir okkur hljóðlát, raunar lítið eitt hrollkennd undr-
un — og við finnum, að i allri sinni ógn, öllu sinu
tilgangsleysi er það, sem gerzt hefur, sízt óræðara,
sizt dulrammara en flest annað í tifverunni. Hvað
skiljum við — hvar er ráði okkar komið, ef við
treystum því ekki, að yfir okkur sé guðlegt máttar-
vald, okkur óendanlega vitrari, alltsjáandi vera, —-
„þínir vegir eru órannsakanlegir“, minnumst við
úr barnalærdómi okkar — og ég man, að ég minntist
við lestur þessa kvæðis séra Matthíasar þessarar vísu
eftir spekinginn með barnshjartað:
„Óhultar en áin Rín
út i ratar sæinn
gjörvallt flytur gæzkan þín,
guð, í dýrðaræginn.“
Hvar sem séra Matthías greip i alvöru á yrkisefni,
var hann knúinn til að leita útsýnis, finna samhengi
hins einstæða við heildina — og þá er hann hafði
setzt i hliðskjálf lífsreynslu og þekkingar og dul-
ræðrar samvitundar sinnar við allt, sem er, og hvessti
þaðan sínar undurskyggnu sjónir, gafst honum ávallt
sýn, er fróaði og græddi — og oft fann hann leika
um sig anda hinnar almáttku og eilífu forsjónar, og
svo vottaði hann þá í heyranda hljóði trú sina og
hollustu þeim eina konungi, sem þess er verðugur
að eiga slíkt hirðskáld:
„Hann heyrir stormsins hörpuslátt,
hann heyrir bamsins andardrátt,
hann heyrir sínum himni frá
hvert hjartaslag þitt jörðu á.
(112)