Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Side 118
skiptið til Ameríku. Þar kynntist hann ýmsu i tækni
og fjármálalífi, og hið fyrra mótaði nokkur kvæði
hans, en hið siðara afskipti hans af landsmálum,
svo sem áhuga hans fyrir bankastarfsemi á íslandi
og sérmenntun íslenzkrar verzlunarstéttar. Jón var
sem skáld tímamótamaður, er stóð öðrum fæti í
rómantik og ekki aðeins frelsishugsjónum, heldur
og á tímabili frelsis-órum þeim, sem allt frá stjórn-
arbyltingunni miklu höfðu farið saman við starfsemi
hinna raunsæju forystumanna frelsis og lýðræðis
— en Jón var hins vegar —• einnig sem skáld -—-
hrifinn af tæknilegri framsókn hinnar upprennandi
vélaaldar — og svo sem hann orti óvenjuleg frelsis-
og jafnvel ofstækiskvæði, orti hann og ljóð, er bera
vott um hrifni hans af hraða og tækni, og ennfrem-
ur kvæði um sveitasælu, skautaferðir i tunglskini
og dansljóð, er sniðin voru fyrir rómantíska inn-
lifun í álfatrú — með ef til vill meira erlendu gleði-
leikjasniði en i anda íslenzkrar þjóðtrúar. Blaða-
mennska og þingstörf urðu mikill þáttur í lífi hans,
og breytilegir lífshættir og hörð lífsbarátta juku
hjá honum á að nokkru andstæð áhrif, er um hann
börðust sem tímamótamann, svo að hann náði ekki
sem skáld að verða það, er annars hefði mátt við bú-
ast af honum. Ljóðasafn hans hefur komið út nokkr-
um sinnum, en er nú ekki fáanlegt.
Valdimar Briem var ekki orðinn neitt að ráði
kunnur sem skáld árið 1874, en samt sem áður heyrir
hann til þeirri kynslóð, sem hér er um fjallað. Hann
var fæddur á Grund i Eyjafirði árið 1848 — og hann
varð merkisklerkur i sveit á Suðurlandi, virðulegur
vígslubiskup og mjög dáð og innilegt sálmaskáld, þó
að frá þeim séra Hallgrími og séra Matthíasi sé til
hans langur vegur. Aftur á móti virðist nútimamanni
það lítt skiljanlegt, hve Biblíuljóð hans voru dáð, og
mundi mega segja, að hann hefði þar frekar notið
yrkisefnis en andagiftar og snilli. Annars hef ég
(116)