Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Síða 132
Leikritasafn Menningarsjóðs.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs byrjar á þessu ári útgáfu
leikrita. Ráðgert er að gefa út a. m. k. 12 arkir á ári, eða
um 200 bls., og velja bæði frumsamin leikrit og þýdd. Kom-
ið getur til mála, að myndir verði í sumum leikritunum.
Reynt verður að velja leikritin með tilliti til þess, að hægt
verði að sýna þau sem víðast á landinu. — Áskrifendur
að leikritunum fá þau við lægra verði en í iausasölu. Sam-
anlagt áskriftarverð þeirra leikrita, sem gefin verða út á
þessu ári, er áætlað 30—35 kr.
Fram til þessa hefur verið talið, að yfirleitt væri erfitt
að láta útgáfu leikrita bera sig fjárhagslega hér á landi.
vegna of fárra kaupenda. Með opnun þjóðleikhússins og
aukinni starfsemi leikfélaga víðs vegar um land má vænta
þess, að áhugi manna á leikbókmenntum fari vaxandi.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs ræðst því í þessa leikritaútgáfu
í trausti þess, að stuðningsmenn hennar verði svo margir,
að hún geti borið sig fjárhagslega og framhald hennar
verði þar með tryggt. Hér með er því heitið á alla leik-
listarunnendur, leikfélög og bókamenn að veita útgáfunni
virkan stuðning með því að gerast áskrifendur.
Til félagsmanna.
Vegna aukins húsrýmis verða framvegis einnig til sölu
í bókasölu útgáfunnar að Hverfisgötu 21 ýmsar aðrar bæk-
ur en hennar eigin forlagsrit.
Gerið svo vel að athuga þetta!
Kaupið bækur til tækifærisgjafa hjá yðar eigin bók-
menntafélagi!
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.
Skrifstofa og afgreiðsla Hverfisgötu 21, Reykjavík.
Símar 80282 og 3652. — Pósthólf 1043.
Vanti yður eldri bækur Þjóðvinafélagsins, þá snúið yður
til Fornbókaverzlunar Kristjáns Kristjánssonar, Hafnar-
stræti 19, Reykjavík.