Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 62
SÓLIN OG DÝRAHRINGURINN
Sólbraut nefnist baugur sá er sólin virðist fara eftir á árgöngu
sinni meðal fastastjamanna. Þeim fastastjömum sem næst eru
sólbraut var í fornöld skipað í 12 stjömumerki sem kennd voru
við hrút, naut, tvíbura, krabba, ljón, mey, vog, sporðdreka, bog-
mann, steingeit, vatnsbera og fiska. Myndirnar í hægri og vinstri
hlið umgerðarinnar á forsíðu almanaksins eru táknmyndir þessara
stjömumerkja, sem í heild bera nafnið dýrahringur. Auk sólarinnar
ganga tungl og reikistjömur ávallt nálægt sólbraut, og fylgja þessir
himinhnettir því stjömumerkjum dýrahringsins. Merki þessi voru
snemma talin mikilvæg í sambandi við stjömuspár, og gætir þessa
enn á vorum dögum. í stjömuspáfræðinni er látið svo heita að sólin
gangi inn í hrútsmerki 21. mars og að merkin séu öll jafn stór,
þannig að sólin sé réttan mánuð að ganga gegnum hvert merki.
Hvorugt er rétt ef miðað er við hin eiginlegu stjörnumerki. Á dögum
Fom-Grikkja, er mótuðu stjörnuspákerfi dýrahringsins, gekk sólin
að vísu í hrútsmerki um vorjafndægur eða því sem næst. En hægfara
pólvelta jarðar hefur valdið því að sólin er nú í fiskamerki um
vorjafndægur og gengur ekki í hrútsmerki fyrr en mánuði síðar.
Sé miðað við þær alþjóðlegu markalínur stjömumerkja sem
nú eru notaðar í stjömufræði gengur sólin nú inn í stjörnumerkin
nokkum veginn sem hér segir: í hrútsmerki 18. apríl, nautsmerki
14. maí, tvíburamerki 21. júní, krabbamerki 20. júlí, Ijónsmerki
10. ágúst, meyjarmerki 16. september, vogarmerki 30. október,
sporðdrekamerki 23. nóvember, naðurvaldamerki 30. nóvember,
bogmannsmerki 18. desember, steingeitarmerki 19. janúar, vatns-
beramerki 16. febrúar og fisícamerki 12. mars. Dagsetningarnar
breytast að jafnaði um einn dag á hverri öld.
TUNGLIÐ 1978
í dagatalinu er sýnt hvenær tungl rís, hvenær það er í suðurgöngu
(í hásuðri) og hvenær það sest, séð frá Reykjavík. Tunglris og
tunglsetur reiknast þegar efri rönd tungls nemur við láréttan sjón-
deildarhring. Er þá tekið tillit til ljósbrots í andrúmsloftinu (0,6°)
en ekki þess hvort efri rönd tungls er lýst upp af sól Til þess að
finna gang tunglsins annars staðar en í Reykjavík verður að þekkja
hnattstöðu staðarins (lengd og breidd) og gerá leiðréttingu á Reykja-
víkurtímunum í samræmi við töflurnar á næstu síðu. Töflurnar
miðast við meðalgang tunglsins og eru sæmilega nákvæmar undir
flestum kringumstæðum. Ef um suðurgöngu er að ræða þarf aðeins
að gera lengdarleiðréttingu. Fyrir ris og setur þarf sömu lengdarleið-
réttinguna en auk þess breiddarleiðréttingu sem bæði er háð breidd
staðarins og hálfgönguskeiði tungls. Með hálfgönguskeiði er hér átt
við tímalengdina frá risi að næstu suðurgöngu (ef um ris er að ræða),
eða frá síðustu suðurgöngu til seturs (ef um setur er að ræða).
(60)