Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 139
Hafin var bygging mikils háhýsis, „Húss verslunarinnar",
í Kringlumýri. Hin mikla vöruskemma S.Í.S. við Elliða-
árvog var að nokkru tekin í notkun. Unnið var að stór-
hýsi Olíufélagsins við Suðurlandsbraut. Unnið var að
því að reisa stóra mjölgeymslu við síldar- og loðnuverk-
smiðjuna í Örfirisey.
Gullhringu- og Kjósarsýsla. Unnið var að íþróttahúsi
í Vindáshlíð í Kjós. Hafin var bygging íbúðahverfis í
nánd við Hof á Kjalarnesi. Unnið var að stækkun vist-
heimilisins í Arnarholti á Kjalarnesi. Um 270 íbúðir
voru í smíðum í Mosfellssveit, flestar í Holtahverfi, en
nokkrar í Teigahverfi, Reykjahverfi og á svæðinu vestan
Helgafells. Fimm iðnaðar- og verslunarhús voru í smíð-
um. Unnið var að gerð aðalskipulags fyrir Mosfellssveit,
m. a. skipulagi iðnaðarhverfis. Mikið var unnið að
vatnsveituframkvæmdum og gatna- og holræsagerð. Lögð
var hitaveituæð frá Mosfellsdal að Suður-Reykjum.
Unnið var að skóla- og íþróttahúsi á Varmá. Mörg íbúð-
arhús voru byggð á Seltjarnarnesi, einkum í Stranda-
hverfi, Neshverfi og á Melshúsatúni. Unnið var þar að
gagnfræðaskólahúsi. Hafinn var undirbúningur að kirkju-
byggingu á Seltjarnarnesi. f Kópavogi var lagningu hita-
veitu að mestu lokið. Fjöldi íbúðar-, iðnaðar- og verslun-
arhúsa var byggður í Kópavogi, aðallega í austurbænum.
Hafin var bygging íbúða fyrir aldraða. Unnið var að
stækkun skólahúsa og nýr leikskóli tekinn í notkun. Unn-
ið var að lokaframkvæmdum við stórhýsi trésmiðjunnar
Víðis í Kópavogi, og er það eitt stærsta hús á íslandi.
Hafin var bygging stórhýsis Kron í Kópavogi. í Ga,rða-
bæ var lagningu hitaveitu að mestu lokið. Fjöldi íbúðar-
húsa var byggður í Garðabæ, einkum í austurhverfun-
um. Unnið var í Garðabæ að byggingu gagnfræðaskóla-
búss, leikskóla, íþróttahúss og safnaðarheimilis. Drykkju-
Wannahælið á Vífilsstöðum var tekið í notkun, og bygg-
ingarframkvæmdir voru við sjúkrahúsið á Vífilsstöðum.
I Hafnarfirði var hitaveitulagningu að miklu leyti lokið.
Lokið var lagningu í öll íbúðarhús þar, en ólokið var
(137)