Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 176
— Þá er það kolavélin, sagði maðurinn.
Við tókum hringina af henni, svo að hann gæti séð
inn í eldholið. Hann athugaði það gaumgæfilega.
— Eldholið er of lítið, sagði hann. Ég er þeirrar skoð-
unar, að það þurfi að brjóta dálítið úr því.
— Einmitt það, sagði ég, dauðhrædd um, að hann
ætlaði að byrja strax á verkinu.
Ég þakkaði honum af hrærðum huga fyrir hjálpina
og kvaddi hann með virktum. Svo rauk hann af stað,
og ég hef ekki séð hann síðan.
Eftir þetta hætti sótið að angra okkur. Kaffikannan
varð aftur himinblá og allir pottarnir silfurgljáandi. Og
hendurnar á henni Lilju tóku líka stakkaskiptum. Þær
skinnguðu og urðu hvítar og nettar. — Það skipti ekki
svo miklu máli í sveitinni, þótt það tæki nokkurn tíma
að kveikja á olíuvélinni og til þess þyrfti svo sem hálf-
an eldspýtustokk. Loginn flökti lengi hér og þar um
kveikinn, en ævinlega komst hann þó hringinn að lokum.
Og tíminn leið.
Eitt ömurlegt óveðurskvöld var barið að dyrum. Ég
gekk fram og opnaði. Úti fyrir stóðu tveir vinir okk-
ar, heimspekingurinn og skólastjórinn. Ég bauð þá vel-
komna og sagði þeim að koma inn í hlýjuna. Við sett-
umst inni í stofu. Heimspekingurinn er maður þéttvaxinn,
kominn um sextugt. Yfir persónu hans allri hvílir hátíðleg
rósemi. Skólastjórinn er um þrítugt, lágur vexti, grannur
og fjörlegur og getur aldrei verið kyrr. Þeir voru ný-
komnir úr langferð, höfðu þeyst um landið þvert og
endilangt og fengið ósköpin öll af sólskini.
Regnið lamdi rúðurnar, það hvein x fjallinu og hrikti
í kofanum.
Ég komst að því, að félagarnir voru svangir, og þar
sem ég var svo ljónheppin, að það var logandi á olíu-
vélinni, gat ég gefið þeim heitan dósamat eftir tiltölu-
lega skamman tíma.
Þeir vildu fá kaffi á eftir og fengu það. Heimspek-
ingurinn spurði, hvort ég ætti ekki koníak með kaff-
(174)