Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 70
HNETTIR HIMINGEIMSINS
Jörðia.
Geisli við miðbaug: 6378,2 km; við heimskaut: 6356,8 km.
Geisli kúlu með sama rúmmáli (og yfirborði) og jörðin: 6371,0 km.
Efaismagn: 5,98-iO24 kg (sex milljón milljón milljón milljón kg).
Eðlisþyngd: 5,52.
Þyngdarkraftur við yfirborð: 9,8 N/kg.
Lausnarhraði frá yfirborði: 11,2 km/s.
Möndulsnúningstími miðað við fastastjörnur: 23 st. 56 mín.
Hraði á miðbaug vegna snúnings jarðar: 465 m/s = 1674 km/klst.
Miðflóttakraftur á miðbaug: 1/288 hluti af þyngd.
Möndulhalli: 23,44°.
Möndulsveiflutími (pólvelta): 26 þúsund ár.
Brautarhraði umhverfis sól (meðalgildi): 29,8 km/s.
Umferðartími um sól miðað við fastastjörnur: 365,256 d.
Árstíðaár: 365,242 d.
Aldur: um 4600 milljón ár.
Tunglið.
Meðalfjarlægð frá jörðu: 384 400 km.
Geisli: 1738 km.
Efnismagn: 7,3-1022 kg = 1/81 hluti af efnismagni jarðar.
Eðlisþyngd: 3,32.
Þyngdarkraftur við yfirborð, samanborið við jörð: 0,17 (=l,6N/kg).
Lausnarhraði frá yfirborði: 2,4 km/s.
Umferðartími um jörð miðað við sól (meðaltal): 29,53 d.
Umferðartími um jörð miðað við fastastjörnur (meðaltal): 27,32 d.
Þvermál séð frá jörðu (meðalgildi): 0,52°.
Sólin.
Meðalfjarlægð frá jörðu: 149,6 milljón km.
Geisli: 696 000 km (= 109 jarðgeislar).
Efnismagn: 2,0-1030 kg = 333 000 sinnum efnismagn jarðar.
Eðlisþyngd: 1,41.
Þyngdarkraftur við yfirborð, samanborið við jörð: 28 (= 274 N/kg).
Lausnarhraði frá yfirborði: 617 km./s.
Möndulsnúningstími við miðbaug, miðað við fastastjörnur: 25 d.
Möndulsnúningstími við miðbaug, séð frá jörðu: 27 d.
Yfirborðshiti: 6000°C.
Miðjuhiti: 15 000 000°C.
Orkuútgeislun: 3,9-1026 W (fjögur hundruð þúsund milljón milljón
milljón kílóvött).
Þvermál séð frá jörðu (meðalgildi): 0,53°.