Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 165
hlaupár eða ekki. Hið sama gildir um þorratunglið, sem
er annað tungl á undan páskatungli: töflurnar segja til
um það, hvenær þorratungl eigi að vera nýtt, og dag-
setningin ræðst af paktatölu ársins. Þegar þannig er búið
að festa mánaðardagana, fara hlaupárin að skipta máli,
eins og nú verður skýrt með dæmi. í ár, 1978, eru paktar
21 (sjá bls. 2 í almanakinu). Samkvæmt tungltöflum
kirkjunnar telst páskatungl þá vera fullt 23. mars. Rétt
tunglfylling samkvæmt almanakinu er degi síðar, en á
það er ekki litið í þessu sambandi. í töflunum má einnig
finna hvenær þorratungl eigi að vera 10 nátta þegar
paktar eru 21, og reynist það vera 19. janúar. Frá 19.
janúar til 23. mars eru 63 dagar, en ef árið hefði verið
hlaupár (eins og t. d. árið 1940, sem hafði líka paktana
21), hefði dagafjöldinn orðið 64. I hlaupári þarf því að
reikna frá þeim degi sem þorratungl er 11 nátta, til þess
að tímaskeiðið fram að fyllingu páskatungls verði 63
dagar, eða 9 vikur réttar. Með fyrirvaranum um hlaup-
árin er regla Rímbeglu því allsendis rétt, og þorratunglið
vísar á fyrsta sunnudag í níuviknaföstu eins fullkomlega
og páskatunglið vísar á páskadag.
Hvað skyldi nú gerast, ef reynt er að heimfæra regl-
una upp á raunverulegan tunglgang eins og hann er
sýndur í almanakinu? Það er einmitt þetta sem höfund-
ur vísunnar um þorratunglið hefur freistast til að gera,
en af því að rétt tungl fylgir ekki nákvæmlega tungltöfl-
um kirkjunnar (sjá Almanak 1971, bls. 166), getur regla
hans ekki orðið jafn óbrigðul og hin. Athugun sýnir,
að á síðustu 100 árum hefur vísan brugðist alls 11 sinn-
um: árin 1879, 1896, 1899, 1906, 1930, 1933, 1950, 1957,
1970, 1974 og 1977.1) I öll þessi skipti hefur þorratunglið
verið of fljótt á ferðinni; það hefur orðið tínætt 11.
1) Af Islandsalmanakinu mætti draga þá ályktun að vísan hafi
hka brugðist árið 1889, en bað er misskilningur og stafar af
Prentvillu: þorratungl kviknaði 31. janúar það ár, en ekki 30.
janúar eins og stendur í almanakinu.
(163)