Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 159
laun frá Reykjavíkurborg fyrir besta þýðingu á erlendri
barnabók. Úr Rithöfundasjóði Islands fengu styrki:
Ástgeir Jónsson (Ási í Bæ), Eínar Bragi, Erlendur Sig-
urðsson, Gísli Ástþórsson, Jóhannes EEelgi, Jónas Guð-
mundsson, Kristinn Reyr og Njörður P. Njarðvík. Heið-
urslaun listamanna (veitt af Alþingi) hlutu: Ásmundur
Sveinsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Daníelsson, Guð-
mundur G. Hagalín, Halldór Laxness, Indriði G. Þor-
steinsson, Kristmann Guðmundsson, Ríkarður Jóns-
son, Snorri Hjartarson, Tómas Guðmundsson, Valur
Gíslason og Þorvaldur Skúlason. Úr Rithöfundasjóði
Ríkisútvarpsins hlutu styrk Einar Kristjánsson og Gunn-
ar Dal. Bragi Ásgeirsson listmálari fékk norska Munch-
styrkinn til að kynna sér ævi og verk norska lista-
mannsins Edwards Munchs og rita bók um hann.
Lögsaga yfir eyjunum við Reykjavík. Reykjavík fékk
lögsögu yfir Viðey, Engey og Akurey, sem höfðu til-
heyrt Seltjarnarnesi, en Seltjarnarnes fékk lögsögu yfir
hluta af landi Eiðis, sem hafði tilheyrt Reykjavík.
Löngumýrarbardagi. 23. apríl hóf sýslumaður Hún-
vetninga með lögregluvaldi fjárböðun hjá Birni Páls-
syni bónda og fyrrv. alþingismanni á Löngumýri. Var
nokkuð af fénu baðað, en þá kom flokkur manna frá
Skagaströnd Birni til hjálpar, og var böðun þá hætt. Olli
þetta mál talsverðum æsingum í Húnaþingi.
Póstþjónustan. Tveggja alda afmælis póstþjónustu á
Islandi var minnst á ýmsan hátt 13. maí.
Sakamál. Mikið var um glæpi á árinu, fjögur morð,
og auk þess fjársvikamál, stórþjófnaðir og fíknilyfja-
smygl. Vegna þessara mála, einkum eins morðmálsins,
var kunnur þýskur rannsóknarlögreglumaður fenginn til
að starfa að rannsókn þeirra hér á landi.
Sjóferðir. Þrír íslendingar fóru í maí og júní á segl-
skútunni Marconi frá Southampton í Englandi til Reykja-
víkur og voru 29 daga á leiðinni. Islenska skútan Ása
sigldi í júlí frá Bretlandi og tók land á Húsavík. írski
skinnbáturinn Brendan fór frá írlandi um Færeyjar til
(157)