Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 158
Kirkjumál. Prestastefna íslands var haldin í Reykja-
vík í júnílok. Skálholtshátíð var haldin í júlí, en Hóla-
hátíð í ágúst. Kirkjuþing var haldið í Reykjavík í nóv-
ember.
Konungsbrúðkaup. Forseti fslands og frú hans fóru
í boði Karls Svíakonungs í brúðkaup hans í Stokkhólmi
19. júní.
Leikferðir. Leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu hélt sýn-
ingar á leikritinu „Inúk“ í sex ríkjum í Mið- og Suður-
Ameríku í apríl og maí og í Júgóslafíu í september.
Leikrit Jónasar Árnasonar „Skjaldhamrar“ var sýnt í
frlandi um vorið og aftur um haustið.
Listahátíðir. Listahátíð var haldin í Reykjavík dagana
4.—16. júní. Voru þar myndlistarsýningar, t.d. yfirlits-
sýning á íslenskri grafík, leiksýningar, danssýningar og
tónleikar. Margir útlendir listamenn komu fram á lista-
hátíðinni, t.d. frá Grænlandi, Færeyjum, Danmörku, Sví-
þjóð, Vestur- og Austur-Þýskalandi, Austurríki, Frakk-
landi og Bandaríkjunum. Meðal þeirra voru hinn fjöl-
hæfi austurríski listamaður Hundertwasser, þýsku söng-
konurnar Anneliese Rothenberger og Gisela May og
bandaríski tónlistarmaðurinn Benny Goodman. Tónhst-
arhátíð, sem nefnd var „Norrænir músíkdagar“, var hald-
in í Reykjavík í júní. Sóttu hana tónlistarmenn frá
Norðurlöndum og Kanada. Listahátíð Akureyringa, Vor-
vaka, var haldin í júní.
Listamannaverðlaun. 14. janúar fékk Ólafur Jóhann
Sigurðsson fyrstur fslendinga bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs. 20. janúar fékk Atli Heimir Sveinsson tón-
listarverðlaun Norðurlandaráðs. Þeim voru formlega
afhent verðlaunin á fundi Norðurlandaráðs í Kaup-
mannahöfn 1. mars. Þessir listamenn fengu starfslaun:
Guðbergur Bergsson rithöfundur, Gunnar Ö. Gunnars-
son listmálari, Hallsteinn Sigurðsson myndlistarmaður,
Hringur Jóhannesson listmálari, Ragnar Björnsson tón-
listarmaður, Sigurður Örlygsson listmálari, Þorgeir Þor-
geirsson rithöfundur. Vilborg Dagbjartsdóttir fékk verð-
(156)