Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 107
jafntefli 1:1. Ellert B. Schram var kjörinn forseti Knatt-
spyrnusambands íslands.
Körfuknattleikur. Ármann varð fslandsmeistari í körfu-
knattleik. Tveir landsleikir milli íslendinga og Breta fóru
fram í Reykjavík í febrúar, og unnu Bretar þá báða.
Þrír landsleikir milli íslendinga og Portúgala voru háðir
! Reykjavík í apríl, og unnu Islendingar þá alla. Islend-
mgar tóku þátt í Norðurlandameistaramóti í Kaupmanna-
höfn í apríl. Þeir unnu Norðmenn, en töpuðu fyrir hin-
Um- Islenska unglingalandsliðið tók þátt í keppni í Tyrk-
landi í apríl. Það sigraði Breta, en tapaði fyrir Tyrkjum
°g Finnum. Landsleikur milli Islendinga og Hollendinga
fór fram í Reykjavík í júní, og unnu Hollendingar. I for-
keppni Ólympíuleikanna í Montreal háðu íslendingar
landsleiki við Finna, Tékka, lúgóslafa, ísraelsmenn og
Brasilíumenn og töpuðu fyrir þeim öllum. Tveir lands-
leikir milli Islendinga og Norðmanna voru háðir í Reykja-
v*k um mánaðamótin nóvember-desember. íslendingar
Unnu báða leikina. Páll Júlíusson var kjörinn forseti
Körfuknattleikssambands Islands.
Lyftingar. íslandsmót í lyftingum fór fram í Reykja-
Vlk í mars, og voru þar sett ný íslandsmet, t. d. jafn-
hattaði Gústaf Agnarsson 202,5 kg. Á Norðurlanda-
meistaramóti í Þrándheimi í maí varð Skúli Ólafsson
Norðurlandameistari í millivigt. Islendingar tóku þátt
1 Norðurlandamóti í Stafangri í nóvember.
Olympíuleikarnir. Nokkrir Islendingar tóku þátt í
vetrarólympíuleikunum í Innsbruck í Austurríki. Þar
varð Steinunn Sæmundsdóttir, 15 ára, í sextánda sæti í
sv'gi kvenna. Ólympíuleikarnir voru háðir í Montreal í
Fanada 17. júlí—1. ágúst. Þrettán íslendingar tóku þátt
1 leikunum. I frjálsíþróttum: Ágúst Ásgeirsson, Bjarni
^tefánsson, Elías Sveinsson, Hreinn Halldórsson, Lilja
puðrnundsdóttir, Óskar Jakobsson og Þórdís Gísladóttir.
f sundi: Sigurður Ólafsson, Vilborg Sverrisdóttir, Þórunn
Álfreðsdóttir. I lyftingum: Guðmundur Sigurðsson. I
]údó: Gísli Þorsteinsson og Viðar Guðjohnsen. íslenska
(105)