Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 177
inu. Það væri svo gott við kvefinu í mér. Ég fann eitt-
hvað sterkt í litlum pela og það drukkum við.
Þeir sváfu í tjaldi um nóttina.
Við förum snemma á fætur í sveitinni og höfðum
fyrir Iöngu lokið við að drekka morgunkaffið, þegar
gestirnir okkar komu á sjónarsviðið. Þeir þóttust nú
lítið þurfa, en ég vildi fyrir hvern mun gefa þeim egg
og flesk og hita handa þeim te.
Til allrar óhamingju var dautt á olíuvélinni. Ég lét
samt á engu bera og bað húshjálpina að kveikja á henni,
en sjálf fór ég að glæða eldinn í kolavélinni. Ég dembdi
i hana pappír, pappa, hefilspónum og spýtum, ef ske
kynni, að það hefði einhver áhrif á hana. Ekki tjáði
að láta kol á svona lélega glóð. Þessi þá líka kol! Mér
hafði lengi leikið grunur á, að Tjörneskolin frægu, sem
fólk varð að notast við í fyrri heimsstyrjöldinni, væru
nu í kyrrþey komin aftur á markaðinn. Síðar komst ég
að raun um, að þetta voru alls ekki kol, heldur litað
grjót.
Þegar liðinn var hálftími og ekki tekið að bóla á
góðgerðunum, fór skólastjórinn að verða órólegur. Hann
þreif kaffikönnuna, sem stóð á horninu á kolavélinni,
hristi hana og sagði:
— Hún er bara full af kaffi!
— Viltu kaffisopa? spurði ég himinlifandi og hellti
bollann hans fleytifullan.
Heimspekingurinn drekkur ekki kaffi á morgnana.
Hann sat hinn rólegasti og spjallaði við litla drenginn
minn, meðan hann beið eftir teinu.
Þegar þeir höfðu lokið máltíðinni og skólastjórinn
hafði drukkið síðustu löggina úr kaffikönnunni, sagði
hann:
Eg þarf að líta á olíuvélina þína.
Jæja, sagði ég.
Þú heldur þó ekki, að það sé allt með felldu, að
Pað taki þennan óratíma að lifna á henni?
(175)