Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 92
unum. 21. febrúar tók Magnús Magnússon við rektors-
embætti Edinborgarháskóla.
Fulltrúar erlendra ríkja.
Sendiherrar: Nýr sendiherra Israels, D. Z. Rivlin, af-
henti forseta íslands skilríki sín 26. janúar. Nýr sendi-
herra Chile, M. Rodriguez, afhenti skilríki sín 31. mars.
I maí afhenti nýr sendiherra Hollands, R. Fack, skilríki
sín. 1. júní afhenti nýr sendiherra Japans, E. Tokura,
skilríki sín. Nýr sendiherra Tansaníu, J. E. F. Mhina, af-
henti skilríki sín 27. júlí. Nýr sendiherra Bandaríkjanna,
James L. Blake, afhenti skilríki sín 9. september. 14.
september afhenti nýr sendiherra Suður-Kóreu, S. K.
Han, skilríki sín. Nýr sendiherra Italíu, D. Simonetti,
afhenti skilríki sín 14. október. Sama dag afhenti nýr
sendiherra Tékkóslóvakíu, S. Sutka, skilríki sín. 10.
nóvember afhenti nýr sendiherra Argentínu, J. A. P.
Gaona, skilríki sín. Nýr sendiherra Finnlands, C. Linde-
man, afhenti skilríki sín 23. nóvember. Nýr sendiherra
Ungverjalands, T. Ivan, afhenti skilríki sín 16. desember. '
Heilbrigðismál.
Inflúensa gekk víða á útmánuðum, og um sama leyti
varð vart við músataugaveiki. Heilahimnubólgu varð vart
allvíða. Nokkurra berklaveikitilfella varð vart í Eyjafirði
og Skagafirði. Allmargt fólk, einkum aldrað
fólk og öryrkjar, var bólusett við svínainflúensu, sem
hafði orðið vart erlendis. Þá fóru og fram rannsóknir
á ónæmi fólks gegn svínainflúensu. Flestar þungaðar
konur í Reykjavík voru bólusettar gegn rauðum hund-
um. Enn sem fyrr var vandræðaástand í heimilislækn-
ingum í Reykjavík, og voru um 15 000 manns þar án
heimilislækna. Heilsugæslustöð í Árbæjarhverfi var að
mestu fullbúin í árslok, og unnið var að undirbúningi
að stofnun heilsugæslustöðva í Borgarspítalanum og i
Breiðholti. Sjúkraþjálfunardeild fyrir aldrað fólk tók
(90)