Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 121
Hauksson, Hildur Harðardóttir, Hörður Ragnarsson,
Ingibjörg Eiríksdóttir, Ingvar Einarsson, Jónlna V. Krist-
insdóttir, Kolbrún Sigurðardóttir, Kristín G. Andrés-
dóttir, Margrét Hvannberg, Níels Eyjólfsson, Ólafur
Bjarnason, Rúnar S. Þorvaldsson, Sigrún Þórarinsdóttir,
Sólveig Jóhannesdóttir, Stefanía Snævarr.]
Nokkur erlend háskólapróf. 8. júlí var dr. Jakob Bene-
diktsson gerður heiðursdoktor við Birminghamháskóla.
í febrúar varði Jórunn E. Eyfjörð doktorsritgerð í
erfðafræði við Sussexháskóla í Englandi. Fjallaði hún
Urn skemmdir á litningum í lifandi frumum af völdum
útfjólubiárrar geislunar, viðgerð á slíkum skemmdum og
áhrif þeirra á erfðir. Alda Möller varði í júní doktors-
ritgerð í lífefnafræði við Readingháskóla í Englandi.
Fjallaði hún um breytingar á gerð próteina, er verða við
ianga geymslu í gerilsneyddri mjólk. 28. júní varði Magni
Hjarnason doktorsritgerð í erfðafræði við háskólann
t Hohenheim í Vestur-Þýskalandi. Fjallaði hún um rann-
s°knir á erfðum amínósýrunnar lysin í maískornum af-
úrigðisins Opaque 2. 4. nóvember varði Þorvaldur Gylfa-
s°n doktorsritgerð í hagfræði við Princetonháskóla í
Bandaríkjunum. Fjallaði hún um vandamál í sambandi
Vlð verðbólgu, atvinnuleysi og hagvöxt. 19. nóvember
varði Þórdís Kristmundsdóttir doktorsritgerð í lyfja-
fræði við háskólann í Manchester. Nefndist hún „Physico-
chemical studies on surfactant solutions“. í desember
varði Jón Óttar Ragnarsson doktorsritgerð við ríkishá-
skólann í Minnesota. Fjallaði hún um geymsluþolspróf
fyrir þránun í matvælum við lágt rakastig.
Stúdentspróf. 944 stúdentar voru brautskráðir á árinu
(árið áður 933). Af þeim voru 185 frá Menntaskólanum
1 Reykjavik (201), 227 frá Menntaskólanum við Hamra-
f*hð (218), 160 frá Menntaskólanum við Tjörnina (145),
86 frá Menntaskólanum á Akureyri (112), 48 frá Mennta-
skólanum á Laugarvatni (39), 35 frá Menntaskólanum á
Hafirði (39), 77 frá Verslunarskóla íslands (104), 42 frá
Kennaraháskóla Islands (47), 31 frá Flensborgarskóla í
(119)
L