Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 87
Landgræðslunnar, einna mest í Þingeyjarsýslu. Fræupp-
skera af erlendum trjátegundum, sem ræktaðar eru hér
á landi, var miklu meiri en nokkru sinni fyrr. Skóg-
ræktarfélag íslands gekk í júlí í Samband skógræktar-
félaga á Norðurlöndum, og heimsóttu um 40 norrænir
skógræktarmenn ísland af því tilefni. 60 norskir skóg-
ræktarmenn dvöldust við störf hér á landi í ágúst, en 60
íslenskir skógræktarmenn dvöldust á sama tíma á Heið-
mörk í Noregi. Trjágarður til að framleiða fræ fyrir
íslenska skógrækt tók til starfa á Hörðalandi í Noregi.
Krækiber spruttu mjög vel, en bláberjaspretta var nokk-
uð misjöfn, þó ágæt víða vestan-, norðan- og austan-
lands, en rýrari á Suðvesturlandi. — Heldur dró úr inn-
flutningi flestra gerða landbúnaðarvéla. Fluttar voru
inn 498 dráttarvélar (árið áður 469), 209 sláttuvélar
(383), 151 heybindivél (205) og 101 heyhleðsluvagn (121).
Slátrað var 931 723 fjár (959 941). Af því voru 855 779
dilkar (871 059) og 75 944 fullorðið fé (88 882). Með-
alfallþungi dilka var 14,49 kg (14,64). Alls var kinda-
kjötsframleiðsla 14 035 lestir (14 670). Ný lög um flokk-
un og mat ullar voru samþykkt á Alþingi. Komið var á
samræmdu gæðamati á gærum hjá öllum sláturhúsum
S.I.S. í sláturhúsinu á Sauðárkróki voru gerðar tilraunir
með slátrun með rafmagni. Garnaveiki varð vart í N.-
ísafjarðarsýslu. Fellilúsar í sauðfé varð vart í Austur-
Skaftafellssýslu og syðst í Suður-Múlasýslu. Lambalát
var með mesta móti um vorið, einkum suðvestanlands.
Holdanautastöðin í Hrísey tók til starfa. Voru tuttugu
kvígur þar sæddar með djúpfrystu sæði bola af Gallo-
waykyni. Hafin var bygging tilraunafjóss á Möðruvöll-
um í Hörgárdal, og er ætlunin að gera þar tilraunir með
nautgripafóður o.fl. í verkföllunum í febrúar varð að
hella niður mjólk, sem var meira en 100 milljóna króna
virði. — Sett voru á Alþingi ný jarðalög. Voru þá settar
á stofn jarðanefndir í hverri sýslu, 23 alls. Eru þrír
menn í hverri nefnd. Jarðanefndirnar skulu fylgjast með
eigendaskiptum og öðrum ráðstöfunum fasteigna á sínu