Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 133
Hvallýsi 140,7 ( 35,2)
Karfamjöl 128,1 ( 62,1)
Hörpudiskur 125,6 ( 210,0)
Ókaldhr. þorskalýsi .. 85,9 ( 142,7)
Hvalmjöl 76,8 ( 81,7)
Fryst síld 61,7 ( 0,0)
Karfalýsi 58,2 ( 24,8)
Kjötkraftur (hvalafurð) 56,5 ( 52,3)
Söltuð beituhrogn .. 45,3 ( 22,9)
ísvarin loðna 34,8 ( 126,7)
Lax, silungur, áll .... 29,9 ( 15,2)
Söltuð þunnildi 9,8 ( 7,8)
Síldarmjöl 7,8 ( 0,0)
Lifrarmjöl 5,9 ( 3,6)
Síldarlýsi 3,6 ( 0,0)
Ýmsar sjávarafurðir .. 60,6 ( 2,6)
[Sumar af tölunum um útveg eru bráðabirgðatölur, sem
kunna að breytast lítið eitt, þegar endanlegar skýrslur
eru fyrir hendi.]
Verklegar framkvæmdir.
Brýr. Langmesta framkvæmdin var Borgarfjarðarbrúin
milli Seleyrar og Borgarness, og vann margt manna að
henni allt árið. Rúmlega tuttugu brýr voru byggðar á
árinu. Helstu ár, sem brúaðar voru: Bjarnadalsá í Norð-
urárdal, Holtsá í Fróðársveit, Pingmannaá, Fossá og
Oskjudalsá í Barðastrandarsýslu, Laugardalsá við Djúp,
Hrómundará í Strandasýslu, Hvalsá í Hrútafirði, Laxá
á Ásum, Austurós Héraðsvatna, Laxá á Þverárfjalls-
vegi, Öxnadalsá hjá Hrauni, Snartarstaðaá, Klapparós og
Valþjófsstaðaá í N.-Þing., Vesturdalsá í Vopnafirði, bæði
hjá. Haugsstöðum og Fremrihlíð, Hlaupahjallalækur á
Fagradal, S.-Múl., Kolgríma í Suðursveit (framkvæmdir
hafnar, en ekki lokið), Tungulækur í Landbroti, Uxafót-
arlækur í Mýrdal og Kópavogslækur í Kjósarsýslu.
Hafnir. Gerð landshafnarinnar í Þorlákshöfn var að
(131)