Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 180
vasahnífinn sinn og fór að tálga af þeirri spýtunni, sem
þykkari var. Og hann tálgaði og tálgaði af þvílíkum
eldmóði, að þegar hann loks gat stöðvað sig, höfðu
hlutföllin snúist við. Nú varð að tálga af hinni spýtunni.
Vélin reykti jafnt og þétt. Kolsvartur reykjarstrókur-
inn náði upp undir loft, og við og við spúði hún dökk-
rauðum eldinum í ótrúlega hæð. Mig sársveið í augun og
ég hnerraði í sífellu. Svo skuggsýnt var orðið í eldhús-
inu, að ég sá óglöggt nema það, sem næst mér var.
Það væri synd að segja, að blessaður skólastjórinn
drægi af sér. Hann hamaðist eins og berserkur og unni
sér ekki augnabliks hvíldar. Hann hlóð í sífellu spýtum
undir vélina, ýmist undir framfæturna eða afturfæturna,
tók eina spýtu undan og setti aðra í staðinn. Þess á
milli tálgaði hann í gríð og ergi, svo að nú sá varla í
gólfið eða eldhúsborðið fyrir tréspónum. Um tíma var
vélin orðin svo há, vegna undirhleðslunnar, að mér þótti
nóg um. Ég gætti mín þó að segja ekkert, sem gæti
truflað skólastjórann við þetta mikilvæga starf, enda
hafði ég óbifanlega trú á kunnáttu hans.
Skyndilega þreif hann spýturnar undan vélinni, hverja
á fætur annarri, og þeytti þeim út í horn.
— Eins og þú sérð, sagði hann, er loginn of hár.
Með öðrum orðum, það logar of mikið á véhnni.
— Já, svaraði ég.
— Núna hef ég aðeins snúið hnappnum tæpan hring,
eða sem svarar þrem fjórðu úr snúning, og þó logar
svona mikið. Af þessu dreg ég þá ályktun, að of mikil
olía renni til kveiksins. Ef ég nú lyfti undir ohugeym-
inn, eykst rennslið og loginn með.
— Blessaður gerðu það ekki, flýtti ég mér að segja.
— Ég er nú ekkert barn, sagði hann. Þú tókst fram
í fyrir mér. Ég hafði ekki lokið við það, sem ég ætl-
aði að segja. Ef ég á hinn bóginn set undir hina hhð-
ina, þar sem enginn geymir er, minnkar ohurennshð
og þar með líka loginn.
Hann náði sér í spýtur á borðinu, því að þar var