Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 166
laugardag fyrir páska, nema árið 1896, þegar það varð
tínætt 11. föstudag fyrir páska. Fram til næstu aldamóta
á vísan eftir að bregðast tvisvar enn, árin 1984, og 1994.
í fyrra skiptið verður þorratungl tínætt 11. laugardag
fyrir páska, en í síðara skiptið 11. föstudag fyrir páska.
Til þess að skilja hvers vegna þorratunglið hefur til-
hneigingu til að vera á undan áætlun miðað við tungl-
töflur kirkjunnar, verðum við að hafa í huga, að töflum-
ar eru byggðar á útreikningum sem eiga að tryggja það
fyrst og fremst, að fylling páskatunglsins verði sem næst
réttri tunglfyllingu. Gerum nú ráð fyrir að þetta hafi
tekist, og athugum svo hvaða afleiðingu það hefur fyrir
þorratunglið. Eins og við höfum séð, eru töflurnar
þannig úr garði gerðar, að 63 dagar eiga að líða (í al-
mennum árum) frá því að þorratungl er tínætt, þar til
páskatungl er fullt. En það tímaskeið sem þarna er um
að ræða, er 10 dögum skemmra en sá tími sem líður frá
því að þorratungl er nýtt þar til páskatungl er fullt, þ. e.
10 dögum skemmra en tveir og hálfur tunglmánuður. Nú
er réttur tunglmánuður að meðaltali 29,53 dagar, og
2,5 • 29,53 — 10 = 63,8 dagar. Með öðrum orðum, mið-
að við meðalgang tungls er tímaskeiðið í rauninni 0,8
dögum lengra en tungltöflur kirkjunnar gera ráð fyrir.
Þess vegna verður rík tilhneiging til skekkju, og einmitt
á þann veg, að þorratunglið verði fyrr á ferðinni en
vísan gefur til kynna.
Elættan á skekkju er mest, þegar páskatunglið sjálft
er snemma á ferðinni, þannig að heil vika líður frá tungl-
fyllingu til páska. í þau 13 skipti sem áður voru talin,
reyndist páskatunglið ýmist vera fullt á pálmasunnudag
(sjö sinnum), mánudaginn eftir pálmasunnudag (fimm
sinnum) eða laugardaginn fyrir pálmasunnudag (einu
sinni). Frávik tungls frá meðalgangi o. fl. geta valdið því
að skekkjan nemi tveimur dögum, sbr. áðurnefnd dæmi
um það að þorratungl sé tínætt 11. föstudag fyrir páska.
Líkurnar til þess að vísan bregðist eru dálítið breyti-
legar frá einni öld til annarrar. Mun það fyrirbæri skýr-